Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda Russell-dómstólsins sem heimspekingurinn Bertrand Russell hafði frumkvæði að árið 1967 til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjanna í Víetnam. Í kringum Íraks-dómstólinn voru mynduð samtök með aðsetur í Brussel og kölluð BRussell dómstóllinn (Sjá nánar BRussells Tribunal).
BRussell-dómstóllinn hefur hafið söfnun undirskrifta undir áskorun til bandarískra og breskra stjórnvalda. Í áskoruninni er bent á það hörmungarástand sem ríkir í Írak og að innrásin hafi brotið í bága við alþjóðalög og nauðsynlegt sé að það sé rannsakað. Settar eru fram tvær kröfur:
Semjið við andstöðuna!
Refsið fyrir glæpina!
Fyrst til að skrifa undir áskorunina voru Denis Halliday og Hans von Sponeck fyrrum aðstoðarmenn framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna í Írak og Margarita Papandreou fyrrum forsetafrú í Grikklandi.
Nánari upplýsingar og form til að setja sig á undirskirftalistann er hér.

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …