Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda Russell-dómstólsins sem heimspekingurinn Bertrand Russell hafði frumkvæði að árið 1967 til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjanna í Víetnam. Í kringum Íraks-dómstólinn voru mynduð samtök með aðsetur í Brussel og kölluð BRussell dómstóllinn (Sjá nánar BRussells Tribunal).
BRussell-dómstóllinn hefur hafið söfnun undirskrifta undir áskorun til bandarískra og breskra stjórnvalda. Í áskoruninni er bent á það hörmungarástand sem ríkir í Írak og að innrásin hafi brotið í bága við alþjóðalög og nauðsynlegt sé að það sé rannsakað. Settar eru fram tvær kröfur:
Semjið við andstöðuna!
Refsið fyrir glæpina!
Fyrst til að skrifa undir áskorunina voru Denis Halliday og Hans von Sponeck fyrrum aðstoðarmenn framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna í Írak og Margarita Papandreou fyrrum forsetafrú í Grikklandi.
Nánari upplýsingar og form til að setja sig á undirskirftalistann er hér.

Ármann Jakobsson fjallar um kvikmyndina Lord of War Í raun segja fyrstu mínúturnar alla sögu. …

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu …

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin milli kl. 11 og 15. Félagsmenn skiptast á að …

Það er gleðiefni fyrir friðarsinna að nú skuli loksins vera fáanleg á ný skáldsagan Blómin …

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sinnar árlegu bókmenntakynningar í nýju húsnæði MÍR, á …

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi verður opin alla fimmtudaga milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast …

Samstarfshópur friðarhreyfinga mun að venju standa fyrir friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Aðgerð þessi er …

Spurningakeppni SHA, Friðarpípan, verður haldin í annað sinn í Friðarhúsi laugardaginn 17. desember og hefst …

Samstarfshópur friðarhreyfinga heldur undirbúningsfund vegna friðargöngu á Þorláksmessu 2005 í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 20 …

Það er markmið margra í lífinu að skrá hitt og þetta á spjöld sögunnar. Á …

Herstöðvaandstæðingar taka til í skiltageymslunni, mála ný kröfuspjöld en endurnýja önnur. Hefst kl. 20 og …

Það er fátítt að íslensk félagasamtök geti talið starfstíma sinn í áratugum, einkum þegar um …

SHA kynnir til sögunnar nýjung í félagsstarfi sínu. Spurningakeppni á laugardagseftirmiðdegi, þar sem gestir og …

Í hverjum mánuði er efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi til að standa undir rekstri og …