BREYTA

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna í breska vopnaframleiðslufyrirtækinu BAE Systems á Hilton-Nordica-hótelinu. Þetta fyrirtæki hefur hiklaust selt vopn til allra handa einræðis- og kúgunarstjórna. Má þar nefna sölu á svonefndum Hawk-herþotum til Zimbabwe sem notaðar voru í hinu hörmulega borgarastríði í Kongó, sem og sölu á sams konar þotum til Indónesíustjórnar sem beitt var í þjóðarmorðinu á Austur-Tímor. Það er einstaklega óviðeigandi að þessir menn skuli funda hér í ljósi þess að nýlega var sett upp minnismerki í Reykjavík um hinn mikla og einlæga friðarsinna John Lennon. UJH hvetja til þess að framvegis verði komið í veg fyrir allar ráðstefnur vopnaframleiðenda hér á landi með sama hætti og komið var í veg fyrir ráðstefnu klámframleiðenda fyrr á árinu. Þá krefjast UJH sem endranær tafarlausrar úrsagnar úr kjarnorkuvopnabandalaginu NATO. Sjá www.mir.is Ályktun stjórnar Ungra vinstri-grænna 1. nóvember: Ung vinstri-græn lýsa fulltrúa BAE Systems, eins stærsta stríðstólaframleiðanda heims, óvelkomnna hingað til landsins og biðja þá vinsamlegast að hverfa af landi brott og leggja niður iðju sína. Afkoma BAE og starfsmanna þess ræðst af eftirspurn eftir manndrápum í heiminum enda framleiðir fyrirtækið tól sem eru sérhönnuð til þess að drepa fólk. Með því að framleiða slík tól stuðla BAE og aðrir hergagnaframleiðendur að manndrápum í heiminum, ekki hvað síst á óbreyttum borgurum. Ung vinstri-græn telja því starfsemi slíkra fyrirtækja óréttlætanlega með öllu. Ung vinstri-græn hvetja lögregluyfirvöld til að fylgjast vel með og rannsaka hvort einhver lögbrot eigi sér stað á ráðstefnunni sem nú stendur yfir. Þá eru allir, sérstaklega eigendur og starfsfólk Hótel Hilton Nordica, hvattir gera sitt til þess að koma í veg fyrir að forsvarsmenn BAE geti stundað þá iðju sína að þróa og selja vopn sem ætluð eru til manndrápa víða um heim. Ung vinstri-græn minna á að nýlega var afhjúpuð friðarsúla í Viðey og að í því samhengi var rætt um að Reykjavík yrði friðarhöfuðborg heimsins. Á meðan stríðstólaframleiðendur funda óáreittir í Reykjavík er ljóst að allt slíkt tal er hræsni. Ung vinstri-græn telja að réttast væri að slökkva á friðarsúlunni, að minnsta kosti á meðan stríðstólaframleiðsla er skipulögð í borginni. Sjá: www.vinstri.is

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …