BREYTA

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna í breska vopnaframleiðslufyrirtækinu BAE Systems á Hilton-Nordica-hótelinu. Þetta fyrirtæki hefur hiklaust selt vopn til allra handa einræðis- og kúgunarstjórna. Má þar nefna sölu á svonefndum Hawk-herþotum til Zimbabwe sem notaðar voru í hinu hörmulega borgarastríði í Kongó, sem og sölu á sams konar þotum til Indónesíustjórnar sem beitt var í þjóðarmorðinu á Austur-Tímor. Það er einstaklega óviðeigandi að þessir menn skuli funda hér í ljósi þess að nýlega var sett upp minnismerki í Reykjavík um hinn mikla og einlæga friðarsinna John Lennon. UJH hvetja til þess að framvegis verði komið í veg fyrir allar ráðstefnur vopnaframleiðenda hér á landi með sama hætti og komið var í veg fyrir ráðstefnu klámframleiðenda fyrr á árinu. Þá krefjast UJH sem endranær tafarlausrar úrsagnar úr kjarnorkuvopnabandalaginu NATO. Sjá www.mir.is Ályktun stjórnar Ungra vinstri-grænna 1. nóvember: Ung vinstri-græn lýsa fulltrúa BAE Systems, eins stærsta stríðstólaframleiðanda heims, óvelkomnna hingað til landsins og biðja þá vinsamlegast að hverfa af landi brott og leggja niður iðju sína. Afkoma BAE og starfsmanna þess ræðst af eftirspurn eftir manndrápum í heiminum enda framleiðir fyrirtækið tól sem eru sérhönnuð til þess að drepa fólk. Með því að framleiða slík tól stuðla BAE og aðrir hergagnaframleiðendur að manndrápum í heiminum, ekki hvað síst á óbreyttum borgurum. Ung vinstri-græn telja því starfsemi slíkra fyrirtækja óréttlætanlega með öllu. Ung vinstri-græn hvetja lögregluyfirvöld til að fylgjast vel með og rannsaka hvort einhver lögbrot eigi sér stað á ráðstefnunni sem nú stendur yfir. Þá eru allir, sérstaklega eigendur og starfsfólk Hótel Hilton Nordica, hvattir gera sitt til þess að koma í veg fyrir að forsvarsmenn BAE geti stundað þá iðju sína að þróa og selja vopn sem ætluð eru til manndrápa víða um heim. Ung vinstri-græn minna á að nýlega var afhjúpuð friðarsúla í Viðey og að í því samhengi var rætt um að Reykjavík yrði friðarhöfuðborg heimsins. Á meðan stríðstólaframleiðendur funda óáreittir í Reykjavík er ljóst að allt slíkt tal er hræsni. Ung vinstri-græn telja að réttast væri að slökkva á friðarsúlunni, að minnsta kosti á meðan stríðstólaframleiðsla er skipulögð í borginni. Sjá: www.vinstri.is

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …