BREYTA

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

legalImageEins og kynnt hefur verið hér á Friðarvefnum fóru SHA fram á lögbann við för forsætis- og utanríkisráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins undir lok síðasta mánaðar og/eða að komið væri í veg fyrir að ráðherrarnir hlutist að nokkru leyti til um hernaðaraðgerðir á fundinum sjálfum eða fyrir annan atbeina á vettvangi bandalagsins meðan á fundinum stæði. Skemmst er frá því að segja að beiðninni var hafnað. Formanni SHA var tilkynnt um niðurstöðuna símleiðis en skriflegur rökstuðningur barst bréflega skömmu síðar. Niðurstaða sýslumannsembættisins olli vonbrigðum og það sama má segja um rökstuðning fullnustudeildar embættisins sem er í skötulíki. Á tæpri blaðsíðu endursegir deildarstjóri beiðni SHA í stuttu máli og nokkur þeirra lagaákvæða sem erindinu lágu til grundvallar. Rökstuðningurinn er hins vegar afgreiddur í einni málsgrein: Gerðarbeiðandi byggir á því í máli þessu að sú fyrirætlun gerðarþola að sækja fund Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, 28.-29. nóvember nk. brjóti gegn lögvörðum rétti hans. Eins og að framan getur verður lögbannsúrræðinu ekki beitt nema gerðarbeiðanda takist að sanna eða gera sennilegt að athöfn sú sem krafist er lögbanns við sé ólögmæt og að ljóst sé að hún brjóti gegn lögvörðum hagsmunumhans. Fyrirætlan um að sækja titekin fund verður ein og sér ekki talin ólögmæt athöfn. Telur sýslumaður að gerðarbeiðanda hefi ekki tekist að sýna fram á eða gera sennilegt að svo sé auk þess sem hann verður ekki talinn hafa sýnt fram á lögvarða hagsmuni sína af því að koma í veg fyrir að gerðarþolar sæki umræddan fund. Óhætt er að segja að úrskurður þessi sé hroðvirknislegur, enda er engin tilraun gerð til að svara ítarlegum rökstuðningi SHA þess efnis að erlend fordæmi séu fyrir því að frjáls félagasamtök á sviði mannréttinda-, umhverfis- eða friðarmála geti átti rýmri aðkomu en ella að dómsmálum til að standa vörð um baráttumál sín. Þá virðist sýslumaður leiða hjá sér seinni hluta kröfu SHA, þar sem varakrafa samtakanna var reifuð þess efnis að í það minnsta væri komið í veg fyrir að ráðherrarnir hlutist að nokkru leyti til um hernaðaraðgerðir á fundinum sjálfum eða fyrir annan atbeina á vettvangi bandalagsins meðan á fundinum stæði. Svar embættisins tekur augljóslega ekki á þessum seinni hluta lögbannsbeiðninnar og eru það ámælisverð vinnubrögð. Miðnefnd SHA mun á næstu dögum koma saman til fundar og ákveða næstu skref í málinu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …