BREYTA

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

legalImageEins og kynnt hefur verið hér á Friðarvefnum fóru SHA fram á lögbann við för forsætis- og utanríkisráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins undir lok síðasta mánaðar og/eða að komið væri í veg fyrir að ráðherrarnir hlutist að nokkru leyti til um hernaðaraðgerðir á fundinum sjálfum eða fyrir annan atbeina á vettvangi bandalagsins meðan á fundinum stæði. Skemmst er frá því að segja að beiðninni var hafnað. Formanni SHA var tilkynnt um niðurstöðuna símleiðis en skriflegur rökstuðningur barst bréflega skömmu síðar. Niðurstaða sýslumannsembættisins olli vonbrigðum og það sama má segja um rökstuðning fullnustudeildar embættisins sem er í skötulíki. Á tæpri blaðsíðu endursegir deildarstjóri beiðni SHA í stuttu máli og nokkur þeirra lagaákvæða sem erindinu lágu til grundvallar. Rökstuðningurinn er hins vegar afgreiddur í einni málsgrein: Gerðarbeiðandi byggir á því í máli þessu að sú fyrirætlun gerðarþola að sækja fund Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, 28.-29. nóvember nk. brjóti gegn lögvörðum rétti hans. Eins og að framan getur verður lögbannsúrræðinu ekki beitt nema gerðarbeiðanda takist að sanna eða gera sennilegt að athöfn sú sem krafist er lögbanns við sé ólögmæt og að ljóst sé að hún brjóti gegn lögvörðum hagsmunumhans. Fyrirætlan um að sækja titekin fund verður ein og sér ekki talin ólögmæt athöfn. Telur sýslumaður að gerðarbeiðanda hefi ekki tekist að sýna fram á eða gera sennilegt að svo sé auk þess sem hann verður ekki talinn hafa sýnt fram á lögvarða hagsmuni sína af því að koma í veg fyrir að gerðarþolar sæki umræddan fund. Óhætt er að segja að úrskurður þessi sé hroðvirknislegur, enda er engin tilraun gerð til að svara ítarlegum rökstuðningi SHA þess efnis að erlend fordæmi séu fyrir því að frjáls félagasamtök á sviði mannréttinda-, umhverfis- eða friðarmála geti átti rýmri aðkomu en ella að dómsmálum til að standa vörð um baráttumál sín. Þá virðist sýslumaður leiða hjá sér seinni hluta kröfu SHA, þar sem varakrafa samtakanna var reifuð þess efnis að í það minnsta væri komið í veg fyrir að ráðherrarnir hlutist að nokkru leyti til um hernaðaraðgerðir á fundinum sjálfum eða fyrir annan atbeina á vettvangi bandalagsins meðan á fundinum stæði. Svar embættisins tekur augljóslega ekki á þessum seinni hluta lögbannsbeiðninnar og eru það ámælisverð vinnubrögð. Miðnefnd SHA mun á næstu dögum koma saman til fundar og ákveða næstu skref í málinu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á stríðsrekstrinum í Miðausturlöndum. …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Októbermálsverður, föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 31. október n.k. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Gestakokkur kvöldsins er friðardúfan, Mosfellingurinn og spurningakeppnisforkólfurinn …

SHA_forsida_top

Ameríka hér og þar

Ameríka hér og þar

Fimmtudagskvöldið 23. október munu MFÍK og SHA standa sameiginlega fyrir fundi í Friðarhúsi. Sólveig Anna …

SHA_forsida_top

Hervædd viðbrögð við ebólu

Hervædd viðbrögð við ebólu

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir geysar versti ebólufaraldur sögunnar …

SHA_forsida_top

Dirty Wars á mánudagskvöld

Dirty Wars á mánudagskvöld

Heimildarmyndin Dirty Wars hefur vakið verðskuldaða athygli, en í henni er athyglinni beint að stríðsrekstri …

SHA_forsida_top

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Haustmálsverður friðarsinnans, 26. sept.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustmisseris verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, föstudagskvöldið 26. september. Jón Bjarni, Gísli …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Ályktun vegna fjárlagafrumvarps

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015. Sem fyrr er ætlunin …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir

Eftirfarandi grein Gylfa Páls Hersis birtist fyrst í Fréttablaðinu fimmtudaginn 11. september, eftir að hafa …

SHA_forsida_top

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Liðsafnaður í ranga átt – á ný.

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa sögulegu samantekt á málefnum Úkraínu. …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja á menningarnótt

Skiltasmiðja á menningarnótt

Samtök hernaðarandstæðinga láta til sín taka á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst og bjóða upp á …

SHA_forsida_top

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Spennandi uppákomur Róttæka sumarháskólans

Róttæki sumarháskólinn hefur rækilega fest sig í sessi. Nokkur undanfarin ár hefur hann staðið fyrir …

SHA_forsida_top

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Tortíming farþegaþotu: hryðjuverk undir fölsku flaggi og stríðsundirbúningur

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum meðfylgjandi grein til birtingar: Michael Bociurkiw var annar af …

SHA_forsida_top

Myndin af Anders Fogh

Myndin af Anders Fogh

Birgitta Bergþóru- Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti í dag athygli á sérkennilegri mynd af Anders Fogh …

SHA_forsida_top

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ræða við Minjasafnstjörnina á Akureyri

Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri þann 6. ágúst sl. Kæra samferðafólk …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni á Tjörninni þann 6. ágúst. Þegar …