BREYTA

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

legalImageEins og kynnt hefur verið hér á Friðarvefnum fóru SHA fram á lögbann við för forsætis- og utanríkisráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins undir lok síðasta mánaðar og/eða að komið væri í veg fyrir að ráðherrarnir hlutist að nokkru leyti til um hernaðaraðgerðir á fundinum sjálfum eða fyrir annan atbeina á vettvangi bandalagsins meðan á fundinum stæði. Skemmst er frá því að segja að beiðninni var hafnað. Formanni SHA var tilkynnt um niðurstöðuna símleiðis en skriflegur rökstuðningur barst bréflega skömmu síðar. Niðurstaða sýslumannsembættisins olli vonbrigðum og það sama má segja um rökstuðning fullnustudeildar embættisins sem er í skötulíki. Á tæpri blaðsíðu endursegir deildarstjóri beiðni SHA í stuttu máli og nokkur þeirra lagaákvæða sem erindinu lágu til grundvallar. Rökstuðningurinn er hins vegar afgreiddur í einni málsgrein: Gerðarbeiðandi byggir á því í máli þessu að sú fyrirætlun gerðarþola að sækja fund Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi, 28.-29. nóvember nk. brjóti gegn lögvörðum rétti hans. Eins og að framan getur verður lögbannsúrræðinu ekki beitt nema gerðarbeiðanda takist að sanna eða gera sennilegt að athöfn sú sem krafist er lögbanns við sé ólögmæt og að ljóst sé að hún brjóti gegn lögvörðum hagsmunumhans. Fyrirætlan um að sækja titekin fund verður ein og sér ekki talin ólögmæt athöfn. Telur sýslumaður að gerðarbeiðanda hefi ekki tekist að sýna fram á eða gera sennilegt að svo sé auk þess sem hann verður ekki talinn hafa sýnt fram á lögvarða hagsmuni sína af því að koma í veg fyrir að gerðarþolar sæki umræddan fund. Óhætt er að segja að úrskurður þessi sé hroðvirknislegur, enda er engin tilraun gerð til að svara ítarlegum rökstuðningi SHA þess efnis að erlend fordæmi séu fyrir því að frjáls félagasamtök á sviði mannréttinda-, umhverfis- eða friðarmála geti átti rýmri aðkomu en ella að dómsmálum til að standa vörð um baráttumál sín. Þá virðist sýslumaður leiða hjá sér seinni hluta kröfu SHA, þar sem varakrafa samtakanna var reifuð þess efnis að í það minnsta væri komið í veg fyrir að ráðherrarnir hlutist að nokkru leyti til um hernaðaraðgerðir á fundinum sjálfum eða fyrir annan atbeina á vettvangi bandalagsins meðan á fundinum stæði. Svar embættisins tekur augljóslega ekki á þessum seinni hluta lögbannsbeiðninnar og eru það ámælisverð vinnubrögð. Miðnefnd SHA mun á næstu dögum koma saman til fundar og ákveða næstu skref í málinu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …