BREYTA

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 afganistan nato Nú á dögunum kom hingað til Íslands háttsettur gestur að nafni Nicholas Burns. Hann er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og átti hér í viðræðum við forsætis- og utanríkisráðherra. Að viðræðunum loknum fluttu fjölmiðlar, sem núna eru upp til hópa orðnir stjórnarsinnaðir, gagnrýnislausar fréttir um gott samband ríkjanna tveggja, rekstur ratsjárkerfisins og fleiri tæknileg mál sem þarf að semja um Það er hins vegar full ástæða til að rýna betur í það sem ekki var til umræðu á fundinum. Stundum hefur t.d. þótt ástæða til að ræða ástand mannréttindamála við erlenda ráðamenn, jafnvel þótt ekki séu alltaf miklar líkur til að neitt komi út úr því. Það er gert til að sýna að ríkisstjórn Íslands taki mannréttindi alvarlega og að þau séu alltaf á dagskrá hjá okkur. Ekki virðist hins vegar hafa þótt ástæða til að ræða mannréttindamál við Burns. Þó er rík ástæða til þess. Mannréttindasamtök um allan heim hafa bent á ítrekuð mannréttindabrot í tengslum við stríðsrekstur Bandaríkjanna í Afghanistan og Írak. Sérstaklega má þar nefna fangabúðirnar sem Bandaríkjastjórn rekur í Guantanamo á Kúbu í trássi við alþjóðalög og Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að verði lokað. Sú yfirlýsing er stórmerkileg og hefðu einhverjir kannski búist við því að Geir og Ingibjörg Sólrún vildu ræða málið við Burns. En þau steinþögðu. Einnig mætti nefna skýrslu Dick Marty til Evrópuráðsins þar sem því er haldið fram að bandaríska leyniþjónustan reki leynifangelsi víðs vegar í Evrópu og þar eigi sér stað athæfi sem stangist á við mannréttindastefnu ráðsins. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands virðast ekki hafa séð ástæðu til að ræða þetta mál við Burns. Þögn ráðherra Mannréttindabrotin sem eiga sér stað í Guantanamo og í leynifangelsunum eru órjúfanlegur hluti af stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak og í Afghanistan. Full ástæða er til þess að fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra um að Íslendingar styðji ekki lengur stríðið í Írak, en jafnframt er athyglisvert að forsætisráðherra þegir þunnu hljóði eins og honum komi málið ekki við. Öðru máli gegnir um hið gleymda stríð í Afghanistan. Utanríkisráðherra hefur tekið upp orðræðu fyrri íhaldsstjórnar og kallar stríðið „uppbyggingu“ og að Íslendingar eigi að „leggja sitt af mörkum í þeirri uppbyggingu“, svo vitnað sé í hádegisfréttir Útvarpsins á fimmtudag. Það er hins vegar órökrétt af utanríkisráðherra að gera greinarmun á stríðsrekstri Bandaríkjanna í Írak og Afghanistan. Fangabúðirnar í Guantanamo voru stofnaðar í kjölfar innrásarinnar í Afghanistan og leynifangelsin tengjast þeim hernaði ekkert síður en hernaðinum í Írak. Ástandið í Afghanistan núna er skelfilegt og hið sama gildir um hernað Bandaríkjanna þar og í Írak. Hann beinist í ríkum mæli gegn óbreyttum borgurum og erfitt að sjá að hann standist viðauka Genfarsáttmálans frá 1977 um vernd þeirra á ófriðartímum. Í Afghanistan er engin uppbygging í gangi; þvert á móti ríkir þar stjórnleysi á stórum svæðum. Vígahópar vaða uppi og fjöldi fólks lætur lífið í hverri viku. Bandaríkjaher á mikinn hlut í þessum hernaði gegn venjulegu fólki í Afghanistan en í vestrænum fjölmiðlum er fólkið sem verður fyrir byssum Bandaríkjamanna yfirleitt kallað „vígamenn“ án nánari skilgreiningar. Undanfarna tvo mánuði hafa a.m.k. 135 óbreyttir borgarar verið myrtir af erlendum hermönnum í Afghanistan. Núna á þriðjudaginn voru átta afghanskir lögreglumenn drepnir af skotglöðum bandarískum hermönnum „fyrir mistök". Ekkert af þessu virðist hafa komið til tals í viðræðum Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við Nicholas Burns á fimmtudaginn. Er þrælslundin þjóðinni töm? Í maí síðastliðnum samþykkti þingið í Afghanistan ályktun um að NATO-herirnir ættu að láta af árásum á Talibana og að ríkisstjórn landsins ætti þegar að hefja viðræður um vopnahlé. Þessi ályktun hafði engin áhrif á framgöngu NATO-herjanna því að Afganistan er hvorki lýðræðisríki né sjálfstætt ríki nema að nafninu til. Er ekki ástæða til þess að utanríkisráðherra útskýri hvers konar „uppbygging“ er fólgin í hernaði sem fer fram í trássi við þjóðþing viðkomandi lands? Það er skiljanlegt að stjórnvöld á Íslandi vilji eiga samskipti við Bandaríkin. En vinur er sá er til vamms segir. Samskipti íslenskra stjórnvalda við bandaríska ráðamenn hafa til þessa einkennst af þrælslund fremur en vináttu og er sú pólitík greinilega ekki á undanhaldi.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. …

SHA_forsida_top

Friðarsúla eða níðstöng?

Friðarsúla eða níðstöng?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 20. október 2007 Í þessum mánuði …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október og hefst að venju kl. 19 …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Á dögunum var sagt frá því að fleiri almennir borgarar hafi fallið í hernaðinum í …

SHA_forsida_top

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Eftir að tilkynnt var 12. október hverjir fengju friðarverðlaun Nóbels 2007 sendi Jan Øberg, framkvæmdarstjóri …

SHA_forsida_top

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um …

SHA_forsida_top

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.