BREYTA

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp frá því hefur mannkynið lifað í skugga þessara hræðilegu vopna sem eytt gætu siðmenningunni á svipstundu. Kjarnorkuveldunum fjölgar og ný vopn eru þróuð sem aldrei fyrr. Heimildarmyndin Upphafið að endalokum Sprengunnar!, The Beginning of the End of Nuclear Weapons, eftir spænska leikstjórann Álvaro Orús var frumsýnd fyrr á þessu ári og hefur vakið mikla athygli. Hún rekur sögu baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum og fjallar sérstaklega um baráttu samtakanna ICAN, sem komu því til leiðar að 122 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu sáttmála um bann við kjarnavopnum á árinu 2017. Fyrir það afrek hlutu samtökin friðarverðlaun Nóbels. Næsta baráttumál friðarsinna er að fá sem flest ríki til að undirrita og fullgilda sáttmálann. Þar á meðal Ísland og önnur Nató-ríki sem hingað til hafa neitað að gera það. Samstarfshópur friðarhreyfinga um kjarnorkuvopnabann býður til sýningar á myndinni í Bíó Paradís laugardaginn 30. nóvember kl. 16:00. Öll velkomin.

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.