BREYTA

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 ár hefur Sjálfstæðisflokknum tekist með áróðursbragði að toga umræðu um utanríkismál í ákveðna átt. Hefur þeim orðið mjög ágengt með notkun þessa áróðursbragðs og þá einkum í að stýra öðrum stjórnmálaflokkum inn á sína braut. Notuð eru svokölluð ,,bandamannarök” en þau felast í því að réttlæta og rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir í íslenskri utanríkispólitík með vísan til þess að ekki megi styggja samstarfsríki í hernaðarmálum; aðildarríki Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þá sérstaklega ríkisstjórn Bandaríkjanna. Notkun þessara raka hefur verið rauður þráður í að afgreiða friðarsinna og hverja þá er efasemdir hafa um hug og vilja fyrrnefndra aðila til stórpólitískra ákvarðana. Og það sem er enn alvarlegra er að áróðurinn hefur fælt íslensk stjórnvöld frá því að taka sjálfstæðar ákvarðanir er varða utanríkispólitík. Nefna má mörg dæmi þar sem þessu bragði er beitt en við látum nægja að nefna þrjú stórmál því til sönnunar. Útfærsla landhelginnar í 12 mílur Fyrrum sjávarútvegsráðherra og einn helsti brautryðjandi í útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar, Lúðvík Jósefsson, skýrði vel frá því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gátu ekki stutt hugmyndir ráðherrans um útfærslu landhelginnar í 12 mílur, í lok 6. áratugarins. Forystumenn í þeim flokkum gátu ekki stutt þetta þjóðþrifamál á þeim forsendum að það gengi gegn hagsmunum Breta, sem var ein öflugasta aðildarþjóðin að Atlantshafsbandalaginu. Þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar að þessari útfærslu, fordæmi annarra landa fyrir 12 mílna útfærslu, hroka Breta í okkar garð, sem og stjórnarsáttmala er Alþýðuflokkurinn var bundinn að, fannst þessum tveimur flokkum mikilvægara að njóta virðingar hjá Atlantshafsbandalaginu. Á þeim forsendum voru þessir flokkar tilbúnir að gera málamiðlanir sem höfðu stórlega tafið sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og skaðað þar af leiðandi langtímahagsmuni okkar. Um þetta mál sagði Lúðvík ,,m það er ekki að villast að það sem stóð í vegi fyrir eðlilegum vinnubrögðum íslenskra manna og íslenskra stjórnmálaflokka var bandalagið við þjóðir Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Sífellt var látið í það skína að Íslendingar væru ,,rjúfa samstöðu vestrænna þjóða" veikja Atlantshafsbandalagið ef þeir aðhefðust það í landhelgismálinu sem Bretar gætu ekki unað við." (Landhelgismálið : 68) Írak Þegar kemur að stuðningi stjórnmálaflokka við stríð hefur sömu taktík verið beitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur örugglega stutt flest þau stríð sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur háð frá seinni heimsstyrjöld. Sú afstaða hefur stundum komið flokknum í bobba og þá er því iðullega borið við að ástæða stuðningsins hvíli á sérstöku sambandi við þá ríkisstjórn. Þó að stríð megi alltaf teljast subbulega eru kannski minnugustu dæmin Víetnam og Írak. Bæði stríðin voru gríðarlega óvinsæl og kostuðu mörg óþarfa mannslíf – flestir viðurkenna nú að þau hafi verið óverjandi. Nóg var samt um að hægri-armurinn á Íslandi verði þau. Sama dag og Bandaríkin réðust ólöglega á Írak, þann 20. mars 2003, ritaði leiðarahöfundur Morgunblaðsins ,,ú er ljóst að margir Íslendingar eiga erfitt með að skilja hvers vegna Ísland lýsir yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir í fjarlægu landi og hafa miklar efasemdir um þá afstöðu. Þessar ákvarðanir má rökstyðja með eftirfarandi hætti: Bandaríkjamenn hafa verið nánir bandamenn okkar í sex áratugi. Þeir hafa veitt okkur öflugan stuðning, þegar við höfum þurft á að halda. Við höfum veitt þeim, þegar þeir hafa þurft á að halda”. Morgunblaðið lýsti þarna afstöðu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks til þeirrar einhliða ákvörðunar forystumanna að styðja innrásina á forsendum bandamannaraka. Miðnesheiði Vera erlends hers á Miðnesheiði orsakaði taugaveiklun meðal hernaðarsinna á Íslandi. Vegna hans þorðu margir íslenskir stjórnmálamenn ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir heldur höfðu einatt í huga þrönga hagsmuni ríkisstjórna annara ríkja. Slíkur undirlægjuháttur var síðan alltaf skrautfjaðraður með því að halda fram að á milli forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Bandaríkjastjórnar ríkti sérstakt trúnaðarsamband. Auk þessa átti utanríkispólitík flokksins að teljast ábyrg en stjórnmál friðarsinna óábyrg. Þessari aðgreiningu hafa Framsóknarflokkurinn, þá sérstaklega í seinni tíð, gert að sinni. Alþýðuflokkurinn gerði það alltaf og arftaki hans, Samfylkingin, hefur fylgt honum í því. Það er til að mynda athyglisvert að Samfylkingin studdi innrás Nató í Júgóslavíu 1999 og árás Bandaríkjamanna á Afghanistan í árslok 2001. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því sögulega markað línurnar í utanríkismálum og náð að tukta hina flokkana til. Í þessu ljósi er brotthvarf Bandaríkjahers stórkostleg tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir þá margtuggðu klisju hernaðarafla á Íslandi, að trúnaðarsamaband ríkti milli Sjálfstæðisflokks og Bandaríkjastjórnar um þessa mál, voru höfð að engu þegar tilkynningin um brotthvarfið kom. Varaskeifa í bandaríska utanríkisráðuneytinu hafði ekki einu sinni fyrir því að koma á fund til Íslands og tilkynna fréttirnar heldur rétt hafði fyrir því að taka upp símtólið til að breiða út boðskapinn. Eftir standa þessi atriði:
  1. Friðarsinnar höfðu rétt fyrir sér um að Bandaríkjamenn væru hér á eigin forsendum en ekki til að þjónusta Íslendinga.
  2. Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki í neinu sérstöku trúnaðarsambandi við yfirvöld í Washington. Hann var þægileg hækja og notaður eftir því. Aðrir stjórnmálaflokkar létu að óþörfu nota sig líka.
  3. Það borgaði sig aldrei að taka rangar pólitískar ákvarðanir til að halda stjórnvöldum vestra góðum.
  4. Miklu fyrr hefði átt að undirbúa að herinn væri á förum - það lá alltaf ljóst fyrir.
Með brottför hersins hefur grundvöllur undir lífseigum mýtum hægrisinnaðra stjórnmálamanna brostið. Ekki verður hægt fyrir þau að öfl að fylkja sér á bakvið við stríðsaðgerðir Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna með vísun í ,,bandamannarök”. Þau hafa einfaldlega verið leyst upp.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …