BREYTA

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð 3. gr Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur fasteignar og skyld starfsemi í þágu Samtaka herstöðvaandstæðinga. 16. gr. Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og þrem varamönnum, einn aðalmanna skal tilnefndur af miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga, hinir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Þóknun skal ekki greidd fyrir setu í stjórn. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda. 22. gr. Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi með 3/4 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 3/4 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum. 23. gr. Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 3/4 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða greiðslu skulda, útborgun hlutafjár og ráðstöfun eigna með sama vægi atkvæða. Ef eignir eru verulegar umfram hlutafé skal ráðstafa þeim til félagasamtaka sem eru virk í friðarstarfi og berjast gegn hverskonar hernaði. 24. gr. Um meðferð fjármuna sem félaginu eru ánafnaðir eða gefnir: sé um kvaðalausa fjármuni að ræða er það almennt í verkahring stjórnar að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir eignina eða til kaupa á lausafjármunum.
    *
Fyrsti aðalfundur í einkahlutafélaginu Friðarhús SHA ehf. var haldinn að Laugavegi 146, Reykjavík hinn 25. maí 2005. Fundinn sóttu Árni Hjartarson, Guðrún Bóasdóttir, Elvar Ástráðsson, Gerða Á. Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Páll Hilmarsson, Stefán Pálsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sveinn Birkir Björnsson, Sverrir Jakobsson, Unnur Jónsdóttir. Stefán Pálsson fer með umboð fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga. Á fundinum var samþykkt að leita leiða til að festa eign ef hentugt húsnæði kæmi í sölu. Þá fór fram kosning í trúnaðarstöður hjá félaginu: Í stjórn félagsins voru kjörnir: Elvar Ástráðsson, Sigurður Flosason, Páll Hilmarsson f.h SHA, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og í varastjórn Sverrir Jakobsson, Stefán Pálsson, og Sigríður Gunnarsdóttir. Einar Ólafsson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …