BREYTA

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð 3. gr Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur fasteignar og skyld starfsemi í þágu Samtaka herstöðvaandstæðinga. 16. gr. Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og þrem varamönnum, einn aðalmanna skal tilnefndur af miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga, hinir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Þóknun skal ekki greidd fyrir setu í stjórn. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda. 22. gr. Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi með 3/4 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 3/4 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum. 23. gr. Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 3/4 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða greiðslu skulda, útborgun hlutafjár og ráðstöfun eigna með sama vægi atkvæða. Ef eignir eru verulegar umfram hlutafé skal ráðstafa þeim til félagasamtaka sem eru virk í friðarstarfi og berjast gegn hverskonar hernaði. 24. gr. Um meðferð fjármuna sem félaginu eru ánafnaðir eða gefnir: sé um kvaðalausa fjármuni að ræða er það almennt í verkahring stjórnar að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir eignina eða til kaupa á lausafjármunum.
    *
Fyrsti aðalfundur í einkahlutafélaginu Friðarhús SHA ehf. var haldinn að Laugavegi 146, Reykjavík hinn 25. maí 2005. Fundinn sóttu Árni Hjartarson, Guðrún Bóasdóttir, Elvar Ástráðsson, Gerða Á. Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Páll Hilmarsson, Stefán Pálsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sveinn Birkir Björnsson, Sverrir Jakobsson, Unnur Jónsdóttir. Stefán Pálsson fer með umboð fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga. Á fundinum var samþykkt að leita leiða til að festa eign ef hentugt húsnæði kæmi í sölu. Þá fór fram kosning í trúnaðarstöður hjá félaginu: Í stjórn félagsins voru kjörnir: Elvar Ástráðsson, Sigurður Flosason, Páll Hilmarsson f.h SHA, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og í varastjórn Sverrir Jakobsson, Stefán Pálsson, og Sigríður Gunnarsdóttir. Einar Ólafsson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …