BREYTA

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð 3. gr Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur fasteignar og skyld starfsemi í þágu Samtaka herstöðvaandstæðinga. 16. gr. Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og þrem varamönnum, einn aðalmanna skal tilnefndur af miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga, hinir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Þóknun skal ekki greidd fyrir setu í stjórn. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda. 22. gr. Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi með 3/4 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 3/4 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum. 23. gr. Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 3/4 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða greiðslu skulda, útborgun hlutafjár og ráðstöfun eigna með sama vægi atkvæða. Ef eignir eru verulegar umfram hlutafé skal ráðstafa þeim til félagasamtaka sem eru virk í friðarstarfi og berjast gegn hverskonar hernaði. 24. gr. Um meðferð fjármuna sem félaginu eru ánafnaðir eða gefnir: sé um kvaðalausa fjármuni að ræða er það almennt í verkahring stjórnar að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir eignina eða til kaupa á lausafjármunum.
    *
Fyrsti aðalfundur í einkahlutafélaginu Friðarhús SHA ehf. var haldinn að Laugavegi 146, Reykjavík hinn 25. maí 2005. Fundinn sóttu Árni Hjartarson, Guðrún Bóasdóttir, Elvar Ástráðsson, Gerða Á. Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Páll Hilmarsson, Stefán Pálsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sveinn Birkir Björnsson, Sverrir Jakobsson, Unnur Jónsdóttir. Stefán Pálsson fer með umboð fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga. Á fundinum var samþykkt að leita leiða til að festa eign ef hentugt húsnæði kæmi í sölu. Þá fór fram kosning í trúnaðarstöður hjá félaginu: Í stjórn félagsins voru kjörnir: Elvar Ástráðsson, Sigurður Flosason, Páll Hilmarsson f.h SHA, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og í varastjórn Sverrir Jakobsson, Stefán Pálsson, og Sigríður Gunnarsdóttir. Einar Ólafsson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …