BREYTA

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð 3. gr Tilgangur félagsins er eignarhald og rekstur fasteignar og skyld starfsemi í þágu Samtaka herstöðvaandstæðinga. 16. gr. Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og þrem varamönnum, einn aðalmanna skal tilnefndur af miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga, hinir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Þóknun skal ekki greidd fyrir setu í stjórn. Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli hluthafafunda. 22. gr. Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi með 3/4 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 3/4 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum. 23. gr. Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum. Þarf atkvæði hluthafa sem ráða minnst 3/4 hlutum af heildarhlutafé félagsins til að ákvörðun um slit sé gild. Hluthafafundur, sem tekið hefur löglega ákvörðun um slit eða skipti félagsins, skal einnig ákveða greiðslu skulda, útborgun hlutafjár og ráðstöfun eigna með sama vægi atkvæða. Ef eignir eru verulegar umfram hlutafé skal ráðstafa þeim til félagasamtaka sem eru virk í friðarstarfi og berjast gegn hverskonar hernaði. 24. gr. Um meðferð fjármuna sem félaginu eru ánafnaðir eða gefnir: sé um kvaðalausa fjármuni að ræða er það almennt í verkahring stjórnar að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir eignina eða til kaupa á lausafjármunum.
    *
Fyrsti aðalfundur í einkahlutafélaginu Friðarhús SHA ehf. var haldinn að Laugavegi 146, Reykjavík hinn 25. maí 2005. Fundinn sóttu Árni Hjartarson, Guðrún Bóasdóttir, Elvar Ástráðsson, Gerða Á. Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Páll Hilmarsson, Stefán Pálsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Flosason, Sveinn Birkir Björnsson, Sverrir Jakobsson, Unnur Jónsdóttir. Stefán Pálsson fer með umboð fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga. Á fundinum var samþykkt að leita leiða til að festa eign ef hentugt húsnæði kæmi í sölu. Þá fór fram kosning í trúnaðarstöður hjá félaginu: Í stjórn félagsins voru kjörnir: Elvar Ástráðsson, Sigurður Flosason, Páll Hilmarsson f.h SHA, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sveinn Birkir Björnsson og í varastjórn Sverrir Jakobsson, Stefán Pálsson, og Sigríður Gunnarsdóttir. Einar Ólafsson var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …