BREYTA

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt á málþinginu „Kapphlaupið á Norðurpólinn“. Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum, sem haldið var í Norræna húsinu á vegum Landhelgisgæslunnar og sendiráða Norðurlandanna 29. ágúst. Hér er einungis birtur hluti erindisins en hægt er að nálgast það á vefsíðu utanríkisráðuneytisins bæði á dönsku, eins og það var flutt, og í íslenskri útgáfu. Því er þessi ræðukafli birtur hér að í honum er að ýmsu að hyggja. „Samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggis- og varnarmál verður komið á fót og nauðsynlegt er líka að stofnuð verði og skilgreind öflug rannsóknastofnun á þessu sviði sem tekur virkan þátt í alþjóðlegu fræðasamstarfi. Nauðsynlegt er að gera skýran greinarmun á innra öryggi í íslensku samfélagi og ytra þjóðaröryggi og samstarfi Íslands við aðrar þjóðir á því sviði. Og hér þarf gott samstarf ráðuneyta og stofnana við nýjar aðstæður. Sem fullveðja aðildarríki NATO verður Ísland að axla nýja ábyrgð. Þannig er það mat NATO að loftvarnarkerfið yfir Íslandi sem Bandaríkjamenn hættu að starfrækja í þessum mánuði, sé nauðsynlegt fyrir varnir Íslands og sameiginlegar varnir NATO. Þess vegna munum við starfrækja það áfram og það sætir tíðindum sem nýtt sjálfstætt og mikilsvert framlag Íslands til samstarfs þjóðanna í NATO. Aðlögun kerfisins að samhæfðu loftvarnarkerfi NATO, NATINADS verður orðin að veruleika innan fárra vikna. Aukinni ábyrgð okkar innan NATO fylgir einnig þátttaka Íslands í mörgum hinna nýju verkefna NATO svo sem á sviði friðargæslu í löndum og á svæðum utan hefðbundins athafnasvæðis bandalagsins. Hafa verður þó í huga að við höfum ekki hermenn til að ganga á milli stríðandi fylkinga en hins vegar margs konar hæft fólk sem kemur til verka þegar byssurnar eru þagnaðar. Íslensk friðargæsla verður því öðru fremur á því sviði sem skilgreint er sem friðaruppbygging. Ísland mun aldrei taka að sér að gegna hlutverki í sambandi við svokallaðar „harðar” varnir. Ekki stendur þannig til að stofna íslenskt varnarlið, eða her. Það er hvorki nauðsynlegt né æskilegt og í raun í andstöðu við íslenska hefð. Síðustu menn undir vopnum á Íslandi voru afvopnaðir um miðja 16. öld. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að það var forsenda þess að Ísland gerðist stofnaðili að NATO árið 1949 að landið hefði ekki her og hyggðist ekki koma honum upp. Sú forsenda er enn í fullu gildi. Hlutverk Íslands verður hins vegar þeim mun meira áberandi á grunni „mýkri” varna (soft defense) þar sem utanríkisþjónustan gegnir lykilhlutverki og starf okkar á sviði friðargæslu og þróunaraðstoðar eru í öndvegi. Einnig ber okkur í starfi á alþjóðavettvangi að standa vörð um ákveðin grunngildi sem eru algild og óháð trúarbrögðum, þjóðerni og efnahag. Hugtök eins og lýðræði, frelsi, jafnrétti og mannréttindi eru ekki orðin tóm. Þau eru undirstaða réttlætis og framfara um veröld alla. Þau eru hugmyndafræðilegur grunnur lýðveldisins Íslands og þeirra megin-alþjóðastofnanna sem landið á aðild að, s.s. Norðurlandaráði, NATO og Sameinuðu þjóðirnar. Þau eru því það leiðarljós sem starf okkar í alþjóðapólitísku samhengi byggir á, þar með talið á sviði öryggis og varnarmála. Þó Ísland sé hvorki stórt né fjölmennt ríki fríar það okkur ekki ábyrgð til þátttöku í alþjóðapólítísku samstarfi né dregur það úr erindi okkar á leiksvið alþjóðamálanna. Ísland nýtur í dag til fulls ávaxtanna af lýðræðislegu alþjóðlegu samstarfi er byggir á alþjóðalögum. Okkur ber því siðferðileg skylda til þess að standa vörð um þau gildi, og það sem meira er, tryggja þeim framgang. Við eigum að hafa metnað og þor til þess að láta rödd okkar og sjónarmið heyrast og við eigum að láta gjörðir fylgja orðum í öllu okkar starfi á alþjóðavettvangi. Aukið framlag og þátttaka Íslands á alþjóðavettvangi, þ.m.t. framboð okkar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ber þessu rökrétt vitni. Í nútímanum nær öryggishugtakið til fleiri og flóknari þátta en áður þekktist. Nú fjalla öryggis- og varnarmál ekki eingöngu um hefðbundin stríðsátök heldur viðbrögð við umhverfisvá, mengun, náttúruhamförum, farsóttum og varnir gegn hryðjuverkum. Á Íslandi getum við glaðst yfir því að vera ekki lengur í eldlínu í köldu stríði, en einmitt þess vegna þurfum við að meta sjálfstætt þá ógn sem að okkur kann að steðja og byggja aðgerðir á því mati.“

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.