BREYTA

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat hún ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Helsinki. Þar flutti hún ávarp og komst meðal annars svo að orði: „Ég vona að okkur sé öllum ljóst að virkilegu samevrópsku öryggi verður ekki náð með því einfaldlega að tryggja að við séum betur vopnuð. Það er reyndar sérstaklega aðkallandi að standa vörð um grundvallarsamninginn um vopnaeftirlit í Evrópu, CFE-samninginn (Samningur um hefðbundinn herafla í Evrópu/Treaty on Conventional Armed Forces in Europe).“ Sjá nánar: Utanríkisráðuneytið: Utanríkisráðherra ávarpar ráðherrafund ÖSE Samningur um bann við klasasprengjum Miðvikudaginn 3. desember kom utanríkisráðherrann við í Osló og undirritaði þar alþjóðlegan samning um bann við klasasprengjum. Samningurinn bannar þróun, framleiðslu, notkun, birgðasöfnun og afhendingu klasasprengja. Alls voru það fulltrúar 110 ríkja sem undirrituðu samninginn í Osló á miðvikudag og fimmtudag, en búist er við að allmörg ríki til viðbótar undirriti hann á næstunni. Það veldur hins vegar áhyggjum að nokkur mikilvæg ríki hafa ekki sýnt vilja til að undirrita hann, þar á meðal Bandaríkin, Rússland, Kína, Indland, Pakistan og nokkur Miðausturlönd. En til þess var tekið að Afganistan sá sig um hönd á síðustu stundu og undirritaði samninginn í blóra við vilja Bandaríkjanna að sögn New York Times, sem segir þetta til merkis um viðleitni afgönsku ríkisstjórnarinnar til að sýna sjálfstæði gagnvart Bandaríkjunum. Sjá nánar: Utanríkisráðuneytið New York Times BBC Cluster Munition Coalition Utanríkisráðherrar NATO styðja gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna Dagana 2. til 3. desember var haldinn í Brussel utanríkisráðherrafundur NATO. Ályktun fundarins (final communiqué) var afgreidd fyrri daginn. Þar var farið yfir ýmis málefni, einkum varðandi áframhaldandi stækkun og þróun NATO. Í 32. lið ályktunarinnar er fjallað um gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna: „Útbreiðsla langdrægra eldflauga (ballistic missiles) er vaxandi ógn við herafla bandalagsins, yfirráðasvæði þess og íbúa. Eldflaugavarnir eru hluti víðtækari viðbragða gagnvart þessari ógn. Þess vegna fögnum við því mikilvæga framlagi til verndar bandalagsríkjunum gegn langdrægum eldflaugum sem felst í fyrirhuguðum gagnflaugastöðvum Bandaríkjanna í Evrópu. Að fyrirlagi Búkarest-fundarins erum við að kanna leiðir til að tengja þessa getu við núverandi átak NATO til eldflaugavarna sem leið til að tryggja að hægt verði að samþætta hana eldflaugavörnum sem í framtíðinni munu ná til NATO í heild.“ Fjallað er nánar um þetta, samningum við Tékkland og Pólland um aðstöðu vegna gagnflaugakerfis Bandaríkjanna er fagnað og boðað að þessar áætlanir verði þróaðar áfram, fjallað um þær nánar á fundi varnarmálaráðherra NATO í Kraká í febrúar og skýrsla síðan lögð fyrir leiðtogafund bandalagsins á 60 ára afmæli þess í byrjun apríl 2009. Ekki er neina frétt að finna um þetta á vef utanríkisráðuneytisins né neinum íslensku fjölmiðli, en í frétt frá Associated Press 3. desember er sagt að allir utanríkisráðherrar NATO hafi undirritað yfirlýsingu um stuðning við þróun gagnflaugastöðva í Póllandi og Tékklandi. Þess má geta að leiðtogafundur NATO í Búkarest í byrjun apríl 2008, sem utanríkisráðherra og forsætisráðherra sátu, lýsti líka samstöðu við gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna, þótt utanríkisráðherra myndi það ekki nokkrum mánuðum seinna. Árið 2002 sögðu Bandaríkin einhliða upp ABM-samningnum frá 1972 um takmörkun gagnflaugakerfa vegna áforma sinna um að setja upp gagnflaugakerfi. Ásamt öðrum þáttum, svo sem útþenslu NATO til austurs, er uppsögn Bandaríkjanna á ABM-samningnum og uppsetning gagnflaugakerfisins af mörgum talin mikilvæg ástæða þess að Rússar sögðu sig frá CFE-samingnum umhefðbundin vopn í Evrópu árið 2007. Það má því svo sannarlega taka undir áður tilvitnuð orð utanríkisráðherra á ÖSE-fundinum í Helsinki. Hitt er verra ef samhengið rofnar á ferðalagi milli þriggja evrópskra borga á þremur dögum – nema við lítum svo á að með yfirlýsingunni í Helsinki hafi yfirlýsingin í Brussel orðið úrelt. Gagnlegt væri að fá álit utanríkisráðherra á því. Sjá nánar: Meeting of NATO Foreign Ministers 2.-3. Dec. 2008. Final communiqué NATO backs US missile shield over Russian protest - Associated Press Misminni utanríkisráðherra Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“ Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag Tilvitnanir lauslega þýddar úr ensku af -eó

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á …

SHA_forsida_top

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 21. maí kl. 19.00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni …

SHA_forsida_top

Brunaútköllum sinnt vikulega

Brunaútköllum sinnt vikulega

Eftirfarandi grein eftir Stefán Pálsson formann SHA birtist í 24 stundum 9. maí. Ritstjóri 24 …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópurinn fundar.

SHA_forsida_top

Til hvers er Nató?

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið …

SHA_forsida_top

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Eins og fram hefur komið hefur formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, sótt um stöðu forstjóra …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hver er óvinurinn?

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, …

SHA_forsida_top

Tilkynning frá formanni SHA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá …

SHA_forsida_top

1. maí-kaffi SHA 2008

1. maí-kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Háskólinn setur enn niður

Háskólinn setur enn niður

Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2008

1. maí kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Fundur í sögunefnd SHA

SHA_forsida_top

Háskólinn setur niður

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um …