BREYTA

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir fyrirsögninni „Það er okkar að skrifa söguna“. Hún segir okkur Íslendinga nú bera í fyrsta skipti sjálfstæða ábyrgð á eigin vörnum og öryggi. Hún getur þess hvergi að varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 1951 er enn í fullu gildi, og hef ég fjallað sérstaklega um það í stuttri grein sem ég sendi Morgunblaðinu og vonast til að hún birtist innan tíðar. Hér verður vikið að öðrum atriðum þessarar greinar. Útvíkkun öryggishugtaksins Í grein sinni leggur ráðherrann áherslu á mikilvægi þess að í varnarmálalögunum er „skýrt kveðið á um ábyrgð í málaflokknum, og skilið milli verkefna sem lúta að innra öryggi annars vegar, og ytra öryggi og vörnum og varnarsamskiptum við önnur ríki hins vegar,“ og bendir jafnframt á að hvergi í hinum vestræna heimi sé þessum verkefnum blandað saman. Þessari áherslu ráðherrans ber að fanga, ekki síst í ljósi þess að á vettvangi NATO hefur verið tilhneiging til að draga úr þessum aðgreiningi. Í því sambandi vekur athygli hversu gagnrýnislaus ráðherrann virðist vera á NATO og þróun þess. Þetta gagnrýnisleysi birtist meðal annars í margtuggnum frasa, sem fyrri utanríkisráðherrar, einkum Halldór Ásgrímsson, báru sér einnig í munn: að öryggishugtakið (stundum er varnarhugtakinu bætt við) sé gjörbreytt og nái nú til miklu fleiri þátta en áður. Þennan frasa má líklega rekja til þess þegar NATO þurfti að fara að réttlæta tilveru sína eftir lok kalda stríðsins, en í öryggisstefnu (Stratetic Concept) bandalagsins, sem samþykkt var á leiðtogafundinum í Róm 1991, er lögð áhersla á að ógnana við öryggi bandalagsríkjanna sé ekki fyrst og fremst að vænta frá skipulagðri árás á landsvæði bandalagsins heldur frekar frá efnahagslegum, félagslegum og pólitískum óstöðugleika á ýmsum svæðum, einkum í Mið- og Austur-Evrópu. Síðan hafa ýmsar ógnir bæst við, svo sem skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi, hryðjuverk, hlýnun andrúmsloftsins, skortur á orkugjöfum og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Við allt þetta þarf NATO nú að kljást. Og NATO er farið að sinna friðargæslu og björgunarstörfum í kjölfar náttúruhamfara. Þannig er NATO ekki aðeins að þenjast út fyrir sitt upphaflega landsvæði heldur einnig sitt upphaflega verksvið, yfir á svið lögreglu, almannavarna og björgunasveita auk friðargæslu. Það má því segja að ekki veiti af að skilja milli borgaralegra og varnartengdra verkefna og vonandi tekst þeirri stofnun, sem á að sjá um NATO-tengda starfsemi Íslands, að halda þessu aðskildu. Nauðhyggja ráðherrans: „af því bara...“ Ráðherrann víkur að þeim sjónarmiðum „að allt starf að ytra öryggi og vörnum Íslands sé ónauðsynlegt, enda sé hér enginn óvinur.“ Einnig víkur hún að gagnrýni á kostnað við íslenska lofteftirlitskerfið og öryggissamstarf Íslands við önnur ríki. Svörum hennar við þessum sjónarmiðum og gagnrýni verður best lýst sem nauðhyggju. „Um fyrra atriðið,“ segir hún, „vil ég segja að í dag er það svo að ríki í okkar heimshluta gæta öryggis síns burtséð frá mögulegri hættu, og byggja upp viðbúnað án þess að hann miði við hefðbundin ríkjaátök.“ Þetta svar þýðir einfaldlega „af því bara.“ Með því er nánast lokað á frekari rökræður. Það er þó ekki úr vegi að líta aðeins á þá frasa sem á eftir koma: „Í dag lúta öryggisþarfir að stórum hluta að vöktun á landhelgi og lofthelgi.“ Við höfum landhelgisgæslu sem hefur verið ætlað að vakta landhelgina og er, að ég hygg, skilgreind sem borgaraleg starfsemi, enda miðast starfsemi hennar ekki við „hefðbundin ríkjaátök.“ Mörgum þykir hinsvegar að notkun orrustuþotna við lofthelgisgæslu beri nokkurn keim af viðbúnaði við „hefðbundnum ríkjaátökum.“ Og áfram heldur ráðherrann: „...þannig felast í loftrýmiseftirliti okkar skýr skilaboð til umheimsins um að Ísland taki fullveldi sitt alvarlega og gæti þess í lofti, á láði og legi.“ Engin vöktun mundi gefa til kynna að viðkomandi svæði væri öllum opið, slíkar aðstæður væru okkur óásættanlegar, „enda fer tómarúm illa saman við öryggi lands og þjóðar.“ Mikið væri nú skemmtilegra er ráðherrann segði: „Auðvitað þurfum við ekki að sýna það með orrustuþotum að við tökum fullveldi okkar alvarlega. Við sýnum það með myndugleika okkar og sjálfstæði á alþjóðavettvangi.“ ... í fúlu neti vopnasalanna Kannski er best að leiða svör við þessu út frá eftirfarandi fullyrðingu ráðherrans: „Öryggisstefna ríkja skilar mestum árangri þegar hún ýtir undir virkt samstarf og traust milli ríkja, og kemur í veg fyrir úreltar staðalmyndir um vini og óvini.“ Undir þetta má sannarlega taka. En því miður fer ríkisstjórn Íslands þveröfugt að með stöðugt virkari þátttöku í NATO og þessu virka loftrýmiseftirliti, flugi orrustuþotna og heræfingum á Íslandi. Bandaríkin eru forysturíki NATO og NATO hefur gengið erinda Bandaríkjanna á Balkanskaga (gleymum ekki bandarísku herstöðinni í Kósovo, Camp Bondsteel), í Afganistan og í Írak. NATO lætur sér vel líka gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna og stendur ásamt þeim að vaxandi vígbúnaði. NATO þenst út til austurs og ögrar Rússum og tekur þátt í ögrandi árásarstefnu Bandaríkjanna gagnvart löndum í vestanverðri Asíu. Stöðug mótsögn ríkir milli samstarfsverkefna á borð við Samstarf í þágu friðar (Partnership for Peace) og vaxandi hervæðingu og útþenslu NATO. Bandaríkin og NATO hafa eftir lok kalda stríðsins alið á staðalmyndum um vini og óvini: það eru Vesturlönd gagnvart Rússum (og Serbum) annars vegar og íslamska heiminum hins vegar. Og með heræfingum Bandaríkjahers og NATO-herja hér á landi og notkun orrustuflugvéla frá NATO er ekki beinlínis verið að lýsa yfir trausti gagnvart Rússum. Þannig vinnur utanríkisráðherrann, með stefnu sinni og athöfnum í varnarmálum, beinlínis gegn þeirri góðu meiningu sem kemur fram í ofangreindum orðum hans. Við verðum að taka þátt í hernaðarbandalaginu NATO, ljá land undir heræfingar og hafa orrustuþotur á flugi yfir hafinu kringum landið af því að þannig gera grannríkin „burtséð frá mögulegri hættu.“ Það er nauðhyggja ráðherrans. Það er engin tilraun gerð til að greina hvernig hernaðarhyggjan er inngróin í meginstrauma stjórnmálanna. Það er engin metnaður til að andæfa þessari inngrónu hernaðarhyggju. Og það er alger blinda gagnvart sífelldri iðju hergagnaframleiðenda í víðri merkingu þess orðs (það er ekki bara Lockheed og Saab, það eru líka Íslandsvinirnir Bechtel og Alcoa) við að viðhalda þessari hernaðarhyggju og ýta undir hana, þessa hernaðarnauðhyggju, og veiða velmeinandi fólk í net hennar. Það er engin gagnrýni á hin geigvænlegu hernaðarútgjöld, þessa fjármuni sem sogast frá knýjandi velferðarmálum yfir í eyðileggjandi og friðspillandi mátt vopnanna. Það er dapurlegt að horfa á stjórnmálaforingja, sem hófst til vegs á vettvangi kvenfrelsisbaráttunnar og hins frísklega Kvennalista, sprikla í þessu fúla neti, öfgafyllstu birtingarmynd karlveldisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.