BREYTA

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari skoðunar með hliðsjón af nýlegri skýrslu sem samin hefur verið fyrir Evrópuráðið. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag: 27.6.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 72/2007 Þing Evrópuráðsins fjallaði fyrr í dag um aðra skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sérstaks skýrslugjafa Evrópuráðsins á vegum laga- og mannréttindanefndar þingsins, um leynifangelsi og ólöglegt fangaflug CIA í gegnum lofthelgi Evrópuráðsríkja. Þá samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun þar sem tekið er undir helstu niðurstöður skýrslu Martys. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að með hliðsjón af innihaldi fyrrnefndar skýrslu skýrslugjafa Evrópuráðsins verði lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli teknar til nánari skoðunar. Utanríkisráðuneytið vill ítreka að íslensk stjórnvöld hafa svarað með fullnægjandi hætti beiðnum Evrópuráðsins um upplýsingar varðandi framangreint. Ennfremur vill utanríkisráðuneytið ítreka að því er ekki kunnugt um flug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar með fanga eða meinta hryðjuverkamenn um íslenska lofthelgi eða Keflavíkurflugvöll. Hafa bandarísk stjórnvöld aldrei sótt um yfirflugs- eða lendingarleyfi fyrir slíkar flugvélar. Frétt um skýrsluna má m.a. lesa á EurActiv.com 11. júní. Skýrslan (72 síður á pdf-skjali) og fleiri gögn, m.a. atburðarás málsins, eru aðgengileg á vef Evrópuráðsins. Tilkynningu um umfjöllun þings Evrópuráðsins og ályktanir þess er einnig að finna á vef Evrópuráðsins. Íris Ellenberger: Farþegaflug gegn hryðjuverkum: Fangaflug, "framsal" og leynilegt varðhald. Hugsandi, 16.3.2006 Þetta mál kom upp haustið 2005. Í kjölfar þess urðu talsverðar umræður á Alþingi auk þess sem málið hefur tengst umræðum um Guantanamo-fangabúðirnar og fleira: Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 205. mál 132. löggjafarþingi 13.10.2005 Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 334. mál 132. löggjafarþingi 17.11.2005. Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra). B-mál 182 á 132. löggjafarþingi. Ein umræða 24. fundi 17.11.2005 Fangaflug Bandaríkjastjórnar (athugasemdir um störf þingsins). B-mál 293 á 132. löggjafarþingi. Umræða 53. fundi 26.01.2006 Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra) B-mál 513 á 132. löggjafarþingi. Umræða 101. fundi. 06.04.2006 Utanríkis- og alþjóðamál 363. mál skýrsla utanríkisráðherra 133. löggjafarþingi (umfjöllun um fangaflug í kafla 3.2.4.2.) 15.11.2006 Fordæming mannréttindabrota og lokun fangabúðanna í Guantanamo Flm.: Steingrímur J. Sigfússon o. fl. 510. mál þingsályktunartillaga 133. löggjafarþingi. 23.01.2007

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …