BREYTA

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari skoðunar með hliðsjón af nýlegri skýrslu sem samin hefur verið fyrir Evrópuráðið. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag: 27.6.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 72/2007 Þing Evrópuráðsins fjallaði fyrr í dag um aðra skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sérstaks skýrslugjafa Evrópuráðsins á vegum laga- og mannréttindanefndar þingsins, um leynifangelsi og ólöglegt fangaflug CIA í gegnum lofthelgi Evrópuráðsríkja. Þá samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun þar sem tekið er undir helstu niðurstöður skýrslu Martys. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að með hliðsjón af innihaldi fyrrnefndar skýrslu skýrslugjafa Evrópuráðsins verði lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli teknar til nánari skoðunar. Utanríkisráðuneytið vill ítreka að íslensk stjórnvöld hafa svarað með fullnægjandi hætti beiðnum Evrópuráðsins um upplýsingar varðandi framangreint. Ennfremur vill utanríkisráðuneytið ítreka að því er ekki kunnugt um flug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar með fanga eða meinta hryðjuverkamenn um íslenska lofthelgi eða Keflavíkurflugvöll. Hafa bandarísk stjórnvöld aldrei sótt um yfirflugs- eða lendingarleyfi fyrir slíkar flugvélar. Frétt um skýrsluna má m.a. lesa á EurActiv.com 11. júní. Skýrslan (72 síður á pdf-skjali) og fleiri gögn, m.a. atburðarás málsins, eru aðgengileg á vef Evrópuráðsins. Tilkynningu um umfjöllun þings Evrópuráðsins og ályktanir þess er einnig að finna á vef Evrópuráðsins. Íris Ellenberger: Farþegaflug gegn hryðjuverkum: Fangaflug, "framsal" og leynilegt varðhald. Hugsandi, 16.3.2006 Þetta mál kom upp haustið 2005. Í kjölfar þess urðu talsverðar umræður á Alþingi auk þess sem málið hefur tengst umræðum um Guantanamo-fangabúðirnar og fleira: Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 205. mál 132. löggjafarþingi 13.10.2005 Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 334. mál 132. löggjafarþingi 17.11.2005. Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra). B-mál 182 á 132. löggjafarþingi. Ein umræða 24. fundi 17.11.2005 Fangaflug Bandaríkjastjórnar (athugasemdir um störf þingsins). B-mál 293 á 132. löggjafarþingi. Umræða 53. fundi 26.01.2006 Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra) B-mál 513 á 132. löggjafarþingi. Umræða 101. fundi. 06.04.2006 Utanríkis- og alþjóðamál 363. mál skýrsla utanríkisráðherra 133. löggjafarþingi (umfjöllun um fangaflug í kafla 3.2.4.2.) 15.11.2006 Fordæming mannréttindabrota og lokun fangabúðanna í Guantanamo Flm.: Steingrímur J. Sigfússon o. fl. 510. mál þingsályktunartillaga 133. löggjafarþingi. 23.01.2007

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …