BREYTA

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari skoðunar með hliðsjón af nýlegri skýrslu sem samin hefur verið fyrir Evrópuráðið. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag: 27.6.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 72/2007 Þing Evrópuráðsins fjallaði fyrr í dag um aðra skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sérstaks skýrslugjafa Evrópuráðsins á vegum laga- og mannréttindanefndar þingsins, um leynifangelsi og ólöglegt fangaflug CIA í gegnum lofthelgi Evrópuráðsríkja. Þá samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun þar sem tekið er undir helstu niðurstöður skýrslu Martys. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að með hliðsjón af innihaldi fyrrnefndar skýrslu skýrslugjafa Evrópuráðsins verði lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli teknar til nánari skoðunar. Utanríkisráðuneytið vill ítreka að íslensk stjórnvöld hafa svarað með fullnægjandi hætti beiðnum Evrópuráðsins um upplýsingar varðandi framangreint. Ennfremur vill utanríkisráðuneytið ítreka að því er ekki kunnugt um flug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar með fanga eða meinta hryðjuverkamenn um íslenska lofthelgi eða Keflavíkurflugvöll. Hafa bandarísk stjórnvöld aldrei sótt um yfirflugs- eða lendingarleyfi fyrir slíkar flugvélar. Frétt um skýrsluna má m.a. lesa á EurActiv.com 11. júní. Skýrslan (72 síður á pdf-skjali) og fleiri gögn, m.a. atburðarás málsins, eru aðgengileg á vef Evrópuráðsins. Tilkynningu um umfjöllun þings Evrópuráðsins og ályktanir þess er einnig að finna á vef Evrópuráðsins. Íris Ellenberger: Farþegaflug gegn hryðjuverkum: Fangaflug, "framsal" og leynilegt varðhald. Hugsandi, 16.3.2006 Þetta mál kom upp haustið 2005. Í kjölfar þess urðu talsverðar umræður á Alþingi auk þess sem málið hefur tengst umræðum um Guantanamo-fangabúðirnar og fleira: Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 205. mál 132. löggjafarþingi 13.10.2005 Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 334. mál 132. löggjafarþingi 17.11.2005. Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra). B-mál 182 á 132. löggjafarþingi. Ein umræða 24. fundi 17.11.2005 Fangaflug Bandaríkjastjórnar (athugasemdir um störf þingsins). B-mál 293 á 132. löggjafarþingi. Umræða 53. fundi 26.01.2006 Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra) B-mál 513 á 132. löggjafarþingi. Umræða 101. fundi. 06.04.2006 Utanríkis- og alþjóðamál 363. mál skýrsla utanríkisráðherra 133. löggjafarþingi (umfjöllun um fangaflug í kafla 3.2.4.2.) 15.11.2006 Fordæming mannréttindabrota og lokun fangabúðanna í Guantanamo Flm.: Steingrímur J. Sigfússon o. fl. 510. mál þingsályktunartillaga 133. löggjafarþingi. 23.01.2007

Færslur

SHA_forsida_top

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Átti Barack Obama skilin Friðarverðlaunin? Eftirfarandi grein Hörpu Stefánsdóttur birtist í Smugunni 10. október …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í láni þetta kvöld til félagsins Vantrúar.

SHA_forsida_top

Silfurmaður í Friðarhúsi

Silfurmaður í Friðarhúsi

Bandaríski rithöfundurinn Webster Tarpley var gestur í sjónvarpsþættinum Silfri Egils sunnudaginn 26. september, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagur án ofbeldis – 2. október

Dagur án ofbeldis – 2. október

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í Söguhópi SHA.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Málsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur, félagsfundur

Rauður vettvangur, félagsfundur

Félagsfundur RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Komið er að fyrsta málsverði haustsins í Friðarhúsi. Auk þess að vera góð fjáröflun fyrir …

SHA_forsida_top

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. …

SHA_forsida_top

Ástandið á Sri Lanka

Ástandið á Sri Lanka

Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í …

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Sem kunnugt er lést Helgi Hóseasson á dögunum, en hann var þjóðkunnur baráttumaður fyrir friði …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Stríðið á Sri Lanka

Stríðið á Sri Lanka

Kristján Guðmundsson fjallar um átökin á Sri Lanka.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands

Mótmælandi Íslands

Heimildarmynd um Helga Hóseasson í boði SHA og Vantrúar.