BREYTA

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari skoðunar með hliðsjón af nýlegri skýrslu sem samin hefur verið fyrir Evrópuráðið. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í dag: 27.6.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. 72/2007 Þing Evrópuráðsins fjallaði fyrr í dag um aðra skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sérstaks skýrslugjafa Evrópuráðsins á vegum laga- og mannréttindanefndar þingsins, um leynifangelsi og ólöglegt fangaflug CIA í gegnum lofthelgi Evrópuráðsríkja. Þá samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun þar sem tekið er undir helstu niðurstöður skýrslu Martys. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að með hliðsjón af innihaldi fyrrnefndar skýrslu skýrslugjafa Evrópuráðsins verði lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli teknar til nánari skoðunar. Utanríkisráðuneytið vill ítreka að íslensk stjórnvöld hafa svarað með fullnægjandi hætti beiðnum Evrópuráðsins um upplýsingar varðandi framangreint. Ennfremur vill utanríkisráðuneytið ítreka að því er ekki kunnugt um flug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar með fanga eða meinta hryðjuverkamenn um íslenska lofthelgi eða Keflavíkurflugvöll. Hafa bandarísk stjórnvöld aldrei sótt um yfirflugs- eða lendingarleyfi fyrir slíkar flugvélar. Frétt um skýrsluna má m.a. lesa á EurActiv.com 11. júní. Skýrslan (72 síður á pdf-skjali) og fleiri gögn, m.a. atburðarás málsins, eru aðgengileg á vef Evrópuráðsins. Tilkynningu um umfjöllun þings Evrópuráðsins og ályktanir þess er einnig að finna á vef Evrópuráðsins. Íris Ellenberger: Farþegaflug gegn hryðjuverkum: Fangaflug, "framsal" og leynilegt varðhald. Hugsandi, 16.3.2006 Þetta mál kom upp haustið 2005. Í kjölfar þess urðu talsverðar umræður á Alþingi auk þess sem málið hefur tengst umræðum um Guantanamo-fangabúðirnar og fleira: Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 205. mál 132. löggjafarþingi 13.10.2005 Fyrirspurn til utanríkisráðherra um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Frá Steingrími J. Sigfússyni. 334. mál 132. löggjafarþingi 17.11.2005. Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra). B-mál 182 á 132. löggjafarþingi. Ein umræða 24. fundi 17.11.2005 Fangaflug Bandaríkjastjórnar (athugasemdir um störf þingsins). B-mál 293 á 132. löggjafarþingi. Umræða 53. fundi 26.01.2006 Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra (skýrsla ráðherra) B-mál 513 á 132. löggjafarþingi. Umræða 101. fundi. 06.04.2006 Utanríkis- og alþjóðamál 363. mál skýrsla utanríkisráðherra 133. löggjafarþingi (umfjöllun um fangaflug í kafla 3.2.4.2.) 15.11.2006 Fordæming mannréttindabrota og lokun fangabúðanna í Guantanamo Flm.: Steingrímur J. Sigfússon o. fl. 510. mál þingsályktunartillaga 133. löggjafarþingi. 23.01.2007

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …