BREYTA

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

ReykjanesbaerÁ vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um erindi frá SHA varðandi friðlýsingu sveitarfélagsins fyrir kjarnorkuvopnum. Því miður fékk tillagan ekki brautargengi og er vísað til rökstuðnings Böðvars Jónssonar bæjarfulltrúa fyrir því. Við málflutning hans er ýmislegt að athuga. SHA hófu árið 1999 átak þar sem allar sveitarstjórnir á Íslandi voru hvattar til að friðlýsa sig fyrir geymslu og umferð kjarnorkuvopna. Frumkvæðið kom frá alþjóðlegum samtökum, en flestar stærstu borgir Evrópu hafa gert samþykktir af þessu tagi. Eftir góða kynningu tóku sveitarstjórnarmenn við sér. Þannig var tillaga þessa efnis einróma samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur og er nú svo komið að einungis tíu sveitarfélög standa utan friðlýsingar. Athygli vekur að þessi tíu sveitarfélög sem tekið hafa annan pól í hæðina, hafa öll tekið málið til afgreiðslu en ýmist fellt slíkar tillögur eða reynt að drepa þeim á dreif á sama hátt og meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur nú kosið að gera. Böðvar Jónsson réttlætir afgreiðslu bæjarráðs, sem í raun er frávísun, á þann hátt að málið heyri ekki undir sveitarstjórn heldur ríkisvaldið. Þau rök eru sérkennileg, enda eru mörg dæmi um að sveitarfélög láti sig varða geymslu og flutninga háskalegra efna innan sinnar lögsögu. Þannig hlýtur umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að áskilja sér rétt til að hafa skoðun á mögulegri geymslu kjarnorkuvopna í sveitarfélaginu líkt og ef um væri að ræða eldfim efni eða skaðlegar gastegundir. Annað væri hreint metnaðarleysi. En jafnvel þótt fallist væri á þau rök bæjarfulltrúans að kjarnorkufriðlýsing sé fyrst og fremst verkefni ríkisvaldsins, geta sveitarstjórnir hæglega haft á henni skoðun. Sveitarstjórnir eru raunar stöðugt að lýsa yfir afstöðu sinni í málum sem teljast þó á könnu ríkisvaldsins, má þar nefna atvinnu- og samgöngumál. Besta dæmið um samþykkt af þessu tagi er Staðardagskrá 21, sem flest íslensk sveitarfélög eru aðilar að. Staðardagskráin tekur til umhverfismála í víðum skilningi og felur í sér fjölda samfélagslegra markmiða sem mörg hver eru á sviði ríkisvaldsins fremur en sveitarstjórna. Staðardagskrá 21 kveður meðal annars á um baráttu fyrir afvopnun og hafa sumar sveitarstjórnir skírskotað til hennar við samþykkt kjarnorkufriðlýsingarinnar. Óþarft ætti að vera að minna Böðvar Jónsson á að Reykjanesbær er aðili að Staðardagskránni. Það er merkileg staðreynd að af þeim tíu sveitarfélögum sem enn þráast við að samþykkja friðlýsingu er helmingurinn á Suðurnesjum. Eitt er á höfuðborgarsvæðinu – Garðabær – en hin fjögur eru dreifð um landsbyggðina. Það er einkar slæmt að sveitarfélögin sem kjósa að skera sig úr með þessum hætti skuli einmitt vera á sama svæði og alþjóðaflugvöllur landsins og mikilvægar hafnir. Vonandi munu sveitarstjórnarmenn suður með sjó endurskoða afstöðu sína í þessu máli. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

SHA_forsida_top

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

SHA_forsida_top

Spurningakeppnin Friðarpípan

Spurningakeppnin Friðarpípan

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

SHA_forsida_top

Rokk gegn her

Rokk gegn her

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

SHA_forsida_top

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

SHA_forsida_top

Dagfari á Friðarvefnum

Dagfari á Friðarvefnum

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

SHA_forsida_top

Málningarvinna í Friðarhúsi

Málningarvinna í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

SHA_forsida_top

Vinnudagur í Friðarhúsi

Vinnudagur í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

SHA_forsida_top

Öryggi og varnir Íslands

Öryggi og varnir Íslands

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …