BREYTA

Vantar óvin

sigflosason eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað er Ingibjörg Sólrún hrædd? Hún sem ekki hefur ennþá orðið sér úti um óvin fyrir Íslendinga. Í Bréfi til Láru lýsir Þórbergur Þórðarson hræðslu á þessa leið: „Fyrir nokkrum árum bjó ég í húsi sem stóð við fjölfarna götu. Ég hafði til íbúðar stóra stofu og lítið svefnherbergi... Í þessari vistarveru var ég aldrei óhræddur um líf mitt... Hræðsla mín við morðingja keyrði alveg um þverbak... Einkum sótti hún að mér eftir að fór að skyggja af nóttu. Hún sat alls staðar fyrir mér. Hún óð að mér úr hverjum krók og kima. Hún hékk utan á hverjum ókunnum manni sem fyrir augu mín bar í myrkri. Hún læddist í sporin mín á götunni. Hún sat fyrir mér í dimmum göngum. Hún fól sig bak við ofninn. Hún lá í leyni undir rúminu. Hún sat fyrir mér undir legubekknum. Ég var hvergi óhultur. En mestur stuggur stóð mér þó af gluggunum. Ég gekk aldrei uppréttur fyrir stofugluggana eftir að ég var búinn að kveikja ljós á kvöldin. Hvenær sem ég þurfti að fara fyrir annanhvorn gluggann skreið ég á fjórum fótum á gólfinu. Skrifborðið mitt stóð úti við vegginn á milli glugganna. Ég þorði aldrei fyrir mitt litla líf að sitja við það á kvöldin... Þessvegna hnipraði ég mig saman við vinnu mína á dívansgarmi úti í horni og þó var það sannarlega ekki hættulaust. Meðan ég afklæddi mig sat ég flötum beinum á gólfinu undir skrifborðinu og skreið svo upp í rúmið með einstakri varúð." Vonandi á þessi lýsing ekki við ástand Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra, en hvað eiga menn að halda þegar hún vill eyða milljónatugum í heræfingar til að geta látið drepa óvininn ef við skyldum geta orðið okkur úti um hann? Að æfa morðingjasveitir á Íslandi á kostnað skattgreiðenda vegna svona hysteríu á ekki að líðast. Það er nær að þeir sem eru haldnir henni, hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi utanríkisráðherrar eða aðrir, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það kostar allavega minna.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …