BREYTA

Vantar óvin

sigflosason eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað er Ingibjörg Sólrún hrædd? Hún sem ekki hefur ennþá orðið sér úti um óvin fyrir Íslendinga. Í Bréfi til Láru lýsir Þórbergur Þórðarson hræðslu á þessa leið: „Fyrir nokkrum árum bjó ég í húsi sem stóð við fjölfarna götu. Ég hafði til íbúðar stóra stofu og lítið svefnherbergi... Í þessari vistarveru var ég aldrei óhræddur um líf mitt... Hræðsla mín við morðingja keyrði alveg um þverbak... Einkum sótti hún að mér eftir að fór að skyggja af nóttu. Hún sat alls staðar fyrir mér. Hún óð að mér úr hverjum krók og kima. Hún hékk utan á hverjum ókunnum manni sem fyrir augu mín bar í myrkri. Hún læddist í sporin mín á götunni. Hún sat fyrir mér í dimmum göngum. Hún fól sig bak við ofninn. Hún lá í leyni undir rúminu. Hún sat fyrir mér undir legubekknum. Ég var hvergi óhultur. En mestur stuggur stóð mér þó af gluggunum. Ég gekk aldrei uppréttur fyrir stofugluggana eftir að ég var búinn að kveikja ljós á kvöldin. Hvenær sem ég þurfti að fara fyrir annanhvorn gluggann skreið ég á fjórum fótum á gólfinu. Skrifborðið mitt stóð úti við vegginn á milli glugganna. Ég þorði aldrei fyrir mitt litla líf að sitja við það á kvöldin... Þessvegna hnipraði ég mig saman við vinnu mína á dívansgarmi úti í horni og þó var það sannarlega ekki hættulaust. Meðan ég afklæddi mig sat ég flötum beinum á gólfinu undir skrifborðinu og skreið svo upp í rúmið með einstakri varúð." Vonandi á þessi lýsing ekki við ástand Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra, en hvað eiga menn að halda þegar hún vill eyða milljónatugum í heræfingar til að geta látið drepa óvininn ef við skyldum geta orðið okkur úti um hann? Að æfa morðingjasveitir á Íslandi á kostnað skattgreiðenda vegna svona hysteríu á ekki að líðast. Það er nær að þeir sem eru haldnir henni, hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi utanríkisráðherrar eða aðrir, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það kostar allavega minna.

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.