BREYTA

Vantar óvin

sigflosason eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað er Ingibjörg Sólrún hrædd? Hún sem ekki hefur ennþá orðið sér úti um óvin fyrir Íslendinga. Í Bréfi til Láru lýsir Þórbergur Þórðarson hræðslu á þessa leið: „Fyrir nokkrum árum bjó ég í húsi sem stóð við fjölfarna götu. Ég hafði til íbúðar stóra stofu og lítið svefnherbergi... Í þessari vistarveru var ég aldrei óhræddur um líf mitt... Hræðsla mín við morðingja keyrði alveg um þverbak... Einkum sótti hún að mér eftir að fór að skyggja af nóttu. Hún sat alls staðar fyrir mér. Hún óð að mér úr hverjum krók og kima. Hún hékk utan á hverjum ókunnum manni sem fyrir augu mín bar í myrkri. Hún læddist í sporin mín á götunni. Hún sat fyrir mér í dimmum göngum. Hún fól sig bak við ofninn. Hún lá í leyni undir rúminu. Hún sat fyrir mér undir legubekknum. Ég var hvergi óhultur. En mestur stuggur stóð mér þó af gluggunum. Ég gekk aldrei uppréttur fyrir stofugluggana eftir að ég var búinn að kveikja ljós á kvöldin. Hvenær sem ég þurfti að fara fyrir annanhvorn gluggann skreið ég á fjórum fótum á gólfinu. Skrifborðið mitt stóð úti við vegginn á milli glugganna. Ég þorði aldrei fyrir mitt litla líf að sitja við það á kvöldin... Þessvegna hnipraði ég mig saman við vinnu mína á dívansgarmi úti í horni og þó var það sannarlega ekki hættulaust. Meðan ég afklæddi mig sat ég flötum beinum á gólfinu undir skrifborðinu og skreið svo upp í rúmið með einstakri varúð." Vonandi á þessi lýsing ekki við ástand Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra, en hvað eiga menn að halda þegar hún vill eyða milljónatugum í heræfingar til að geta látið drepa óvininn ef við skyldum geta orðið okkur úti um hann? Að æfa morðingjasveitir á Íslandi á kostnað skattgreiðenda vegna svona hysteríu á ekki að líðast. Það er nær að þeir sem eru haldnir henni, hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi utanríkisráðherrar eða aðrir, fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það kostar allavega minna.

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …