BREYTA

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 Ã?rni Björnsson ÞEGAR bandaríski herinn birtist hér öðru sinni fyrir rúmlega hálfri öld kom það fólki nokkuð í opna skjöldu að hann var af opinberri hálfu ævinlega nefndur varnarlið. Gamli herinn hafði jafnan verið nefndur setulið eða bara herinn. Þetta var augljóslega sálræn herkænska. Það átti að innræta þjóðinni smám saman að herinn væri hér til varnar. Þess var stranglega gætt að yfirvöld notuðu ekki annað orð, til dæmis í útvarpinu. Bílar hersins voru merktir VL. Líklega skilaði sálfræðistríðið þeim árangri að mikill hluti þjóðarinnar vandist þessu orði. Athygli vekur því að í nýlegri könnun virðist aðeins fjórðungur þjóðarinnar hlynntur því að halda í þennan herstöðvarsamning og aðeins einn tíundi mjög eindregið. Engan þarf að undra þótt viss kjarni í Sjálfstæðisflokknum vilji halda dauðahaldi í kanann því bandarísk herseta hefur nálgast trúaratriði á þeim bæjum. Að hinu leytinu þarf engan heldur að undra þótt þeir sem vilja troða okkur inn í Evrópusambandið skammi nú kanann eins og hund og vilji nota tækifærið til að útvega okkur evrópskan her í staðinn. Það sem vekur helst undrun er að sumir þeirra sem að öðru leyti bregðast skynsamlega við og telja að ekki þurfi neinn erlendan her - í staðinn mætti til dæmis efla lögregluna og óska eftir tryggingum frá nágrannalöndum og stórveldum, - sumir þeirra rökstyðja þetta viðhorf með því að nú séu breyttir tímar, kalda stríðinu sé lokið, Sovétríkin úr sögunni, og því sé óhætt að breyta um stefnu. Með þessu er gefið í skyn að fyrir rúmum 50 árum hafi verið einhver þörf á varnarliði. Við vitum mætavel að svo var ekki. Ekki af því að ráðamenn Sovétríkjanna væru einhver gæðablóð. Öðru nær, þeir voru bölvaðir fantar. Heldur blátt áfram af því að þeir voru samt ekki nein fífl, að minnsta kosti ekki á hernaðarsviðinu. Þeir hljóta allan tímann að hafa vitað að þeir höfðu ekkert að gera hernaðarlega í Vesturveldin eða Bandaríkjamenn þótt þeir hefðu sjálfsagt getað varist af hörku ef á þá yrði ráðist. Auk þess áttu þeir fullt í fangi með að hafa hemil á þeim þjóðum og löndum, sem þeir fengu úthlutað sem áhrifasvæðum í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Og þeim tókst það reyndar ekki nema í einn mannsaldur. Vesturveldin reyndu heldur aldrei að skerast í leikinn á áhrifasvæði Sovétríkjanna þrátt fyrir blóðugt ofbeldi í Berlín 1953, Ungverjalandi 1956 og Tékklandi 1968. Það var látið nægja að harma þessa atburði og mótmæla í orði. Hinsvegar urðu þessi sömu grimmdarverk kærkomið tækifæri til að ráðast á verkalýðsflokka heima fyrir hvar sem var. Eina dæmið um hernaðaríhlutun Sovétríkjanna utan þessa áhrifasvæðis var í Afganistan árið 1980, sem varð reyndar einn af þeirra banabitum. En Afganistan var ekki heldur partur af samkomulagi sigurvegaranna í lok heimsstyrjaldarinnar. Við vitum þetta núna en það má vel vera að margir stjórnmálamenn á Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi, hafi á þeim tíma ekki vitað um þennan hernaðarlega vanmátt Sovétríkjanna, enda börðust þeir við að halda honum leyndum. Annarsvegar með allt að því geðveikislegu öryggiskerfi og hinsvegar með hinum árlegu ógnvekjandi hersýningum 1. maí og 7. nóvember. Samt má ótrúlegt þykja ef bandaríska leyniþjónustan hefur ekki vitað nokkurn veginn að þeim gat ekki stafað nein árásarhætta af Rauða hernum. Það var hinsvegar í þágu hagvaxtar í Bandaríkjunum og víðar að viðhalda hinni ímynduðu stríðshættu. Og vissulega urðu aðilar kalda stríðsins vænisjúkir beggja vegna víglínunnar. Sjálfsagt hefur verið auðvelt að telja óbreyttum íslenskum ráðherrum og alþingismönnum trú um að mikil hætta stafaði af Rússum, rétt eins og þeir gleyptu við því á lokuðum hálftíma fundi í bandaríska sendiráðinu fyrir þremur árum að sannanir væru fyrir því að Saddam Hussein réði yfir kjarnorkuvopnum. En þá töldu þeir Davíð og Halldór líka að það væri brýnt hagsmunamál vegna herstöðvarinnar á Miðnesheiði að kokgleypa allt sem Kaninn hélt fram hverju sinni. Nokkuð svipuðu máli gegndi einmitt þegar gengið var í NATÓ 1949 og herinn samþykktur inn í landið 1951. Óttinn við Rússa hefði varla einn og sér dugað til að meirihluti þingmanna færi að ljá samþykki sitt svo umdeildum ákvörðunum nokkrum árum eftir stofnun lýðveldis. Það var annar og mun þyngri straumur sem rak á eftir: sjálft Atvinnulífið með stórum staf. Það er mikið til í því, sem hinn alþekkti en fámáli bandaríski "Deep Throat" á að hafa sagt við rannsóknarblaðamenn Washington Post þegar þeir vildu fá frekari vísbendingar um hvar þeir ættu að leita að sönnunargögnum í Watergate-málinu fyrir aldarþriðjungi. Hann sagði: "Follow the Money". Gáið að hvar hagsmunirnir liggja. Íslenskir athafnamenn höfðu komist rækilega á bragðið á hernámsárunum. Aldrei áður hafði litli athafnamaðurinn komist í aðrar eins kræsingar. Fjöldi þessara útsjónarsömu harkara missti drjúgan spón úr aski sínum þegar gamli herinn fór þótt fáeinir fengju svolitlar sporslur hjá bandaríska flugfélaginu sem rak Keflavíkurflugvöll frá 1946. Þessar sporslur sýndu þó hvaða framtíðarmöguleikar væru í stöðunni, ef þangað kæmi alvöru herstöð. Það var augljós og glæsileg hagnaðarvon fyrir ótalda íslenska verktaka fólgin í draumsýninni um nýja hersetu. Og þetta fólk sem vildi koma sér áfram, þetta voru upp til hópa kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Það væri vanmat á þessum mönnum að reikna ekki með að þeir hefðu viðrað sjónarmið sín við einhverja þá sem áttu innangengt hjá forystu flokkanna. Það væri þó ósannlegt að nefna einungis svonefnda athafnamenn sem þrýstihóp til að bregðast vel við málaleitunum Bandaríkjanna um herstöðvar. Atvinnuleysi varð töluvert fyrstu árin eftir að gamla herliðið fór þótt það yrði aldrei neitt líkt því sem verið hafði á kreppuárunum fyrir stríð. En nú voru íslenskir verkamenn orðnir betra vanir en áður. Í hálfan áratug hafði atvinnuleysi varla þekkst. Því er ekki heldur að leyna að verkalýðshreyfingin sem heild var allan tímann heldur lin í andstöðunni við herinn þótt einstakir forystumenn gætu verið einarðir. En verkafólk var áreiðanlega með annað en árásarhættu bak við eyrað. Stórefling verktakastarfsemi var einmitt það sem gerðist fljótlega eftir að herinn kom. Fjöldi sjálfstæðra iðnaðarmanna, smiða, múrara, málmiðnaðarmanna og rafvirkja auk ýmissa spekúlanta bast samtökum í fyrirtæki sem á endanum urðu að Íslenskum aðalverktökum og fengu innan skamms einkaleyfi til framkvæmda fyrir herinn. Þessir iðnaðarmenn höfðu flestir verið rétt sæmilega bjargálna en bráðduglegir og vinnusamir. Með uppgripunum fyrir herinn urðu margir þeirra sterkefnaðir á nokkrum árum, og þeim sjálfum næstum að óvörum. Ýmsir þeirra voru ágætismenn og hafa látið að sér kveða á ýmsum sviðum atvinnulífsins og margt verið til bóta. Því má vissulega segja að herinn hafi ekki verið hér alveg til einskis. En varnarþörfin var engin.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …