BREYTA

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli 1.- 5. september næstkomandi. Æfingin er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá því 2006. Æfðir verða liðsflutningar til og frá landinu auk loftvarna við Ísland og fara æfingar fram yfir hafsvæðinu umhverfis landið. Æfingin er undir stjórn Varnarmálastofnunar Íslands og Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna. Að auki koma að undirbúningi hérlendis m.a. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, Flugstoðir, Landhelgisgæsla Íslands og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Flugsveitir frá Bandaríkjunum, Noregi og Kanada taka þátt í æfingunni, auk ratsjárvéla frá Atlantshafsbandalaginu (AWACS). Danskt varðskip mun taka þátt í varnaræfingunni, og stunda æfingar með Landhelgisgæslunni. Jafnframt verða fulltrúar annarra bandalagsþjóða á meðal þátttakenda. Samhliða Norður Víkingi hefst regluleg loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun þess og íslenskra stjórnvalda frá því á síðasta ári. Bandarísk flugsveit mun annast loftrýmisgæsluna að þessu sinni frá 1.- 20. september en fyrsta gæsluverkefninu sinnti frönsk flugsveit í maí og júní síðastliðnum. Á þeim tíma sem varnaræfingin Norður Víkingur fer fram í byrjun september verða rúmlega 400 liðsmenn aðildarþjóða NATO við störf á öryggissvæðinu. Þá verða hér 15 orrustuþotur (4 bandarískar, 5 norskar og 6 kanadískar), 2 ratsjárvélar, 3 eldsneytisáfyllingarvélar og 2 P-3 kafbátaleitarvélar. Varnaræfingin Norður Víkingur var haldin reglulega hér á landi á meðan varnarliðið hafði hér fasta viðveru. Síðustu æfingarnar voru árin 2001 og 2003. Fyrsta Norður Víkings æfingin samkvæmt breyttu fyrirkomulagi var haldin á síðasta ári. Æfingin í ár er sambærileg hvað varðar loftvarnarþáttinn, en nokkuð aukin að umfangi vegna beinnar þátttöku flugsveita frá Noregi og Kanada.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …