BREYTA

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli 1.- 5. september næstkomandi. Æfingin er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá því 2006. Æfðir verða liðsflutningar til og frá landinu auk loftvarna við Ísland og fara æfingar fram yfir hafsvæðinu umhverfis landið. Æfingin er undir stjórn Varnarmálastofnunar Íslands og Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna. Að auki koma að undirbúningi hérlendis m.a. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, Flugstoðir, Landhelgisgæsla Íslands og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Flugsveitir frá Bandaríkjunum, Noregi og Kanada taka þátt í æfingunni, auk ratsjárvéla frá Atlantshafsbandalaginu (AWACS). Danskt varðskip mun taka þátt í varnaræfingunni, og stunda æfingar með Landhelgisgæslunni. Jafnframt verða fulltrúar annarra bandalagsþjóða á meðal þátttakenda. Samhliða Norður Víkingi hefst regluleg loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun þess og íslenskra stjórnvalda frá því á síðasta ári. Bandarísk flugsveit mun annast loftrýmisgæsluna að þessu sinni frá 1.- 20. september en fyrsta gæsluverkefninu sinnti frönsk flugsveit í maí og júní síðastliðnum. Á þeim tíma sem varnaræfingin Norður Víkingur fer fram í byrjun september verða rúmlega 400 liðsmenn aðildarþjóða NATO við störf á öryggissvæðinu. Þá verða hér 15 orrustuþotur (4 bandarískar, 5 norskar og 6 kanadískar), 2 ratsjárvélar, 3 eldsneytisáfyllingarvélar og 2 P-3 kafbátaleitarvélar. Varnaræfingin Norður Víkingur var haldin reglulega hér á landi á meðan varnarliðið hafði hér fasta viðveru. Síðustu æfingarnar voru árin 2001 og 2003. Fyrsta Norður Víkings æfingin samkvæmt breyttu fyrirkomulagi var haldin á síðasta ári. Æfingin í ár er sambærileg hvað varðar loftvarnarþáttinn, en nokkuð aukin að umfangi vegna beinnar þátttöku flugsveita frá Noregi og Kanada.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.