BREYTA

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

f 16 Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis ítarlegar athugasemdir við frumvarpið, sjá Friðarvefinn 3. mars. Í athugasemdum við frumvarpið var sagt að með því væri settur skýr lagarammi um verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála og aðskilnað þeirra frá öðrum verkefnum stjórnvalda sem eru borgaraleg í eðli sínu, svo sem löggæsla og almannavarnir. SHA og fleiri gagnrýndu frumvarpið fyrir það að með því væri verið að lögfesta hernaðarhyggju og ýmis hernaðarleg verkefni íslenska ríkisins, í því fælist lokaskref til fullrar aðildar Íslands að NATO, í því væri gert ráð fyrir setu Íslands í hermálaráði NATO, reglulegum heræfingum og varnarmálastofnun sem mundi kalla á aukin verkefni til að réttlæta tilveru sína. Þá hefur verið gagnrýndur sá kostnaður sem gert er ráð fyrir. Heildarkostnaður Varnarmálastofnunar fyrir árið 2008 áætlaður í kringum 1.350 m.kr., en samtals er kostnaðurinn vegna þessa málaflokks 1.550 milljónir króna. Sjá lagafrumvarpið, umræður á Alþingi og nýsamþykkt lög: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=331

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Hádegisverðarfundur um NATO

Hádegisverðarfundur um NATO

Hádegisverðarfundur SHA um NATO. Staðsetning auglýst síðar.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Almennur félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA.

SHA_forsida_top

NATO eftir kalda stríðið: árásargjarnt hernaðarbandalag heimsvaldasinna

NATO eftir kalda stríðið: árásargjarnt hernaðarbandalag heimsvaldasinna

Dagana 5. til 9. október verður haldinn í Reykjavík ársfundur NATO-þingsins. Ástæða er til að …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi

Stjórnarfundur í Friðarhúsi

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar.

SHA_forsida_top

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

SHA bjóða Reykjavíkurborg til viðræðna

Á dögunum sendu Hernaðarandstæðinga eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla, varðandi tillögur samtakanna varðandi mögulegan framtíðarrekstur Friðarstofnunar …

SHA_forsida_top

Svavar Knútur spilar á málsverðinum

Svavar Knútur spilar á málsverðinum

Fjáröflunarmðálsverður Friðarhússverður föstudagskvöldið 21. sept. kl. 19 eins og lesa má um hér á síðunni. …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fjaröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjaröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 21. september. Að venju hefst …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í friðarhúsi

Einkasamkvæmi í friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag (Krissa).

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag. (Friðrik)

SHA_forsida_top

Fylgist með starfi SHA

Fylgist með starfi SHA

Hægt er að fylgjast með öllum helstu fréttum úr starfi Samtaka hernaðarandstæðinga hér á Friðarvefnum. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK í Friðarhúsi.