BREYTA

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess að tekin er til starfa fyrsta íslenska stofnunin sem fjallar um hernaðarleg málefni skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra grein hér í blaðinu 3. júní síðastliðinn. Greinin er umtalsvert sjálfshól, mikil lofræða um hinar nýju áherslur í öryggismálum sem tilurð Varnarmálastofnunar og stórfelld útgjöld til hernaðarlegra viðfangsefna boða. Um leið er greinin einhvers konar vörn eða réttlæting fyrir þessar áherslur, einkum Varnarmálastofnunina og milljarðaútgjöld og má kalla seint í rassinn gripið að reyna að setja fram rök eftir að stofnunin er orðin til, búið að keyra málið í gegnum Alþingi og ráða í stöður. Herlaust eða ekki? Í grein utanríkisráðherra – og reyndar í markmiðum nýsamþykktra laga – er tekið fram að Ísland verði áfram „herlaust land“. Gott er nú það, en hvað er svo raunverulega á ferðinni? Utanríkisráðherra segir sjálfur í sömu grein að eitt af stærstu verkefnum Varnarmálastofnunar sé að sjá um verkefni tengd NATO, þ.ám. „umsjón og framkvæmd æfinga“ – hér er átt við heræfingar – „samskipti við erlend herlið“ og „að vinna upplýsingar úr kerfum NATO“ – sem þýðir á mannamáli einhvers konar greiningar- eða miðlunarstarfsemi með leynilegar hernaðarlegar upplýsingar. Nú er það vissulega skilgreiningaratriði hvenær ríki getur talist herlaust. Ríki sem eyðir 1500 milljónum árlega í hernaðarlega starfsemi, sem fjármagnar og stendur fyrir heræfingum á landi sínu, sem borgar hundruð milljóna til hernaðarbandalags (NATO) og situr þar í hermálaráðum, sem hefur vopnaða „friðargæsluliða“ með hertitla á sínum snærum – slíkt ríki er ekki „herlaust“ nema innan gæsalappa. Í stað þess að nýta tækifærið sem gafst með brottför herliðs Bandaríkjamanna til að leggja grunn að nýjum áherslum í utanríkis- og öryggismálum þar sem friðar- og afvopnunarviðleitni hefði verið í öndvegi, áherslum sem hefðu verið til þess fallnar að sætta andstæð sjónarmið, hafa nú öryggismálin verið „NATO-vædd“. Aukin áhersla hefur verið lögð á starf hernaðarbandalagsins NATO og skrifað var gagnrýnislaust upp á útþenslu- og vígvæðingarstefnuna á fundi NATO í Rúmeníu, þ.á m. hið gífurlega umdeilda eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu og aukin fjárútlát til hernaðar í ríkjum bandalagsins. Áhersla núverandi ríkisstjórnar á að auka þátttöku í öllu starfi NATO var m.a. staðfest þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti sérstakri ánægju með framlag Íslands í Afganistan og gaf sterklega til kynna að henni hefði verið lofað aukinni þátttöku Íslands þar fremur en hitt. Fyrir hverja og að hverra frumkvæði? Fyrir kosningar var Samfylkingin dugleg að krefjast þess að áður en teknar yrðu ákvarðanir um varnir Íslands færi fram ýtarlegt hættumat. Eftir að núverandi utanríkisráðherra tók við hafa hlutirnir gerst í akkúrat öfugri röð: Fyrst voru milli einn og tveir milljarðar settir í „varnarmál“ á fjárlögum, síðan var Varnarmálastofnun komið á fót til að eyða þessum peningum og enn er þó engin niðurstaða komin frá þeirri nefnd sem fyrst tók til starfa sl. vetur og á að meta hættuna, greina þarfir okkar, finna hugsanlegan óvin. Utanríkisráðherra telur raunar núna, þvert á fyrri stefnu, að það sé „hugsunarvilla að segja að öryggi krefjist óvinar“. Þessi ummæli eru í stíl við aðrar yfirlýsingar utanríkisráðherra, sem virðist telja að útgjöld í hernaðarbröltið séu hafin yfir alla gagnrýni og þarfnist engrar réttlætingar eða vísunar í raunveruleika í alþjóðamálum. Hver er þá tilgangurinn með þeirri hernaðarstarfsemi sem fram fer hér á landi á vegum Varnarmálastofnunar, þ. ám. loftrýmiseftirlitinu? Utanríkisráðherra heldur því fram að „tómarúm“ í hervörnum NATO gefi mönnum færi á að ráðast hér inn, landið yrði þá „nánast einskismannsland“. Það er athyglisvert sjónarmið sem utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færir nú fram, að hið eina sem dugi sé vöktun og eftirlit á forsendum hernaðarbandalags. Er þá ekkert hald í alþjóðasamningum? Eru samtök sem nefnast Sameinuðu þjóðirnar og eiga að vernda herlaus ríki gegn yfirgangi annarra þjóða gagnslaus? Er það eina sem blífur hugsun hernaðarhyggjunnar? Ekki er þessi niðurstaða ráðherrans í miklu samræmi við mat Bandaríkjahers, sem ætlaði að slökkva á ratsjárkerfinu og hætta loftrýmiseftirlitinu í ágúst 2007. Eins og blaðamaður Morgunblaðsins hefur skýrt frá var það í meginatriðum frumkvæði íslenskra stjórnvalda sem réði því að loftvarnarkerfið, þ.e. hinn hernaðarlegi hluti ratsjárkerfisins, er rekið hér áfram. Það virðist því í besta falli hálfsannleikur að það hafi verið „sameiginleg ákvörðun NATO að hér væri virkt loftrýmiseftirlit og regluleg gæsla“. Sennilega er nær lagi að íslensk stjórnvöld hafi „pantað“ þá niðurstöðu frá NATO. Umræða eða þöggun? Utanríkisráðherra segir það „mikilvægt að áfram fari fram þróttmikil umræða um grundvallaratriði íslenskra utanríkismála.“ Óljóst er í hverju slík umræða á að felast því í sömu efnisgrein segist hún „viss um að mikil sátt skapist um starfsemi Varnarmálastofnunar“. Ráðherrann reynir heldur ekki beinlínis að örva umræðuna annars staðar í grein sinni því helst má á henni skilja að þeir sem ekki fylgja henni að málum ástundi „pólitíska tækifærismennsku,“ séu röngum megin við „átakalínur kalda stríðsins,“ nema þá að þeir sé mótfallnir því að „verja grundvallarþjóðarhagsmuni“. Þetta eru nokkuð sverar aðdróttanir, þó óbeinar séu, í garð þess sem hér heldur á penna, félaga og stuðningsmanna Vinstri grænna og fjölmargra annarra friðar- og afvopnunarsinna, til dæmis í Samfylkingunni. Þetta er sami utanríkisráðherra og hefur sent aðstoðarmann sinn út á ritvöllinn, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, um leið og einhver andmælir og er þá viðkomandi sakaður um skilningsleysi, þekkingarleysi og jafnvel lygar. Er það ekki umhugsunarefni fyrir flokk sem hafði uppi stór orð um „samræðustjórnmál“ að um leið og Samfylkingin er komin í ríkisstjórn og önnur sjónarmið en henni þóknast eru færð fram í utanríkis- og öryggismálum, um leið og talað er máli friðar og afvopnunar og hernaðarhyggjunni er andæft, þá er því mætt svona af leiðtoga flokksins? NATO-væðing utanríkisríkisráðherra Undirritaður hefur áður rakið það í ýtarlegu máli hvernig þessi hervæðing eða NATO-væðing er síður en svo sjálfsögð eða óhjákvæmileg þótt hún sé að ýmsu leyti beint framhald á og skilgetið afkvæmi þess sem þröngvað var upp á þjóðina fyrir meira en hálfri öld síðan með inngöngu í hernaðarbandalag og komu erlends hers. Með stofnun Varnarmálastofnunar er NATO-væðing endanlega tekin við, með tilheyrandi vígvæðingu og tilgangslausum fjáraustri. Sá augljósi kostur, að nota tækifærið sem gafst með brottför hersins til að móta friðsamlega og sjálfstæða utanríkisstefnu og leita aukinnar samstöðu í utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar eftir meira en hálfrar aldar harðvítugar deilur, hefur ekki verið valinn. Í stað þess er nú orðin til sérstök stofnun utan um hugmyndafræði vígbúnaðarhyggjunnar, fyrir tilstuðlan Samfylkingarinnar. En friðarbaráttan mun halda áfram. Hvorki íslenskir friðarsinnar né skoðanasystkin þeirra um allan heim munu láta deigan síga við að tala máli skynseminnar gegn vitfirringu vígbúnaðar- og hernaðarhyggjunnar. Undirrituðum segir svo hugur að þjóðinni muni líða vel í sumar og hún ekki finna til hins minnsta öryggisleysis þegar Frakkarnir fara heim. Þá verður bara reikningurinn eftir upp á nokkuð á annað hundrað milljónir króna og enginn til að passa okkur nema við sjálf fram undir veturnætur.

Færslur

SHA_forsida_top

Raunir lygarans

Raunir lygarans

Munið samkomuna í Austurbæ mánudagskvöldið 19. mars! * * * Grein þessi birtist í Dagfara, …

SHA_forsida_top

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

Gegn stríðinu í Írak: Munið fundinn í Austurbæ mánudaginn 19. mars kl. 20

Sjá dagskrá Næstkomandi þriðjudag, 20. maí, verða liðin fjögur ár frá innrásinni í Írak, …

SHA_forsida_top

Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak

Eina leiðin til friðar er að Bandaríkin hverfi frá Írak

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 17. mars 2007 Eina hugsanlega leiðin …

SHA_forsida_top

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, …

SHA_forsida_top

Fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14 og í Austurbæ í Reykjavík mánudaginn 19. mars kl. 20

Fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14 og í Austurbæ í Reykjavík mánudaginn 19. mars kl. 20

Sjá nánar um báða fundina hér að neðan. Fundurinn á Akureyri laugardaginn 17. …

SHA_forsida_top

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í mars. Að þessu sinni verður …

SHA_forsida_top

Og þá voru eftir sjö...

Og þá voru eftir sjö...

Á dögunum bárust þær gleðilegu fregnir að sveitarstjórnin í Garði hafi samþykkt friðlýsingu sveitarfélagsins fyrir …

SHA_forsida_top

Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Bandalag hinna staðföstu stríðsandstæðinga

Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak …

SHA_forsida_top

Fróðleg mynd

Fróðleg mynd

Anarkistabókasafnið Andspyrna og SHA standa fyrir kvikmyndasýningum á þriðjudögum í marsmánuði. Sýndar verða vandaðar heimildarmyndir …

SHA_forsida_top

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga stofnuð

Á ráðstefnu í Quito í Ekvador 5.-9. mars var stofnað alþjóðlegt bandalag til baráttu gegn …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Róttæklingabíó á þriðjudegi

Róttæklingabíó á þriðjudegi

Alla þriðjudaga í febrúar standa SHA og bókasafnið Andspyrna fyrir sýningum á heimildarmyndum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Þriðjudagsbíó róttæklingsins

Næstu þriðjudaga munu SHA og róttæka bókasafnið Andspyrna standa fyrir kvikmyndasýningum í Friðarhúsi á þriðjudögum. …