BREYTA

Varnarsamningurinn og NATO

Vigfús Geirdal eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar þingmannasambands NATO, fyllir þann meirihlutahóp íslenskra fjölmiðla- og stjórnmálamanna sem treysta ekki marg-áréttuðum yfirlýsingum bandarískra stjórnvalda um að ábyrgjast öryggi Íslands og ekki heldur þeim skuldbindingum sem aðildarríki NATO hafa gengist undir. Svo sem kunnugt er virðast „sýnilegar loftvarnir“ vera helsta sáluhjálparatriði þessa þverpólitíska hóps. Því var slegið upp í Morgunblaðinu á dögunum að Össur hefði mjög látið til sín taka á vorþingi þingmannasambands NATO og þrýst á um að bandalagið beitti sér fyrir því að viðunandi niðurstaða næðist í samningaviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnarmál. Og fengist ekki botn í þetta mál þá var Össur á því (hugmyndin mun komin frá Lettum) að NATO tæki að sér eftirlit og varnir í lofthelgi hér á landi, rétt eins og annarra ríkja sem ekki hafa her eða nægilegan búnað til að sjá um það sjálf. Það er sorglegt til þess að vita að Össur virðist ekki hafa haft hugmynd um um hvað hann var að tala, hvorki um forsendur varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna né eðli og hlutverk NATO. Varðandi fyrra atriðið, að NATO hlutist til um samningaviðræður Íslands og Bandaríkjanna, sagði Össur: „Þá vísaði ég til þess að tvíhliða samningurinn er ekki bara einkamál okkar og Bandaríkjanna, heldur segir beinlínis að hann sé gerður fyrir hönd NATO og hann er gerður að tilstuðlan þeirra.“ Hér vísar Össur væntanlega annars vegar í fyrstu grein varnarsamningsins frá 1951 þar sem segir að Bandaríkin muni fyrir hönd Norður-Atlantshafsbandalagsins ... gera ráðstafanir til varnar Íslandi með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í samningnum. Hins vegar á Össur við þann hluta 7. greinarinnar sem kveður á um að hvor þjóðin geti (eftir að hafa tilkynnt hinni þar um) farið þess á leit við ráð NATO að það endurskoði hvort lengur þurfi á að halda hernaðaraðstöðu á Íslandi og geri tillögur til beggja ríkisstjórnanna hvort varnarsamningurinn gildi áfram. En Össur virðist þá jafnframt gleyma, viljandi eða óviljandi, tveimur grundvallaratriðum: Í fyrsta lagi þeim fyrirvörum sem Íslendingar settu við inngönguna í NATO. Í öðru lagi samkomulagi Íslendinga við Bandaríkjamenn 6. desember 1956. Sérstaðan og varnarsamningurinn Þegar varnarsamningurinn er metinn er nauðsynlegt að hafa í huga þá sérstöðu sem Íslendingar mörkuðu sér er þeir gerðust stofnaðilar að NATO vorið 1949. Semsé að þeir hefðu engan eigin her, gætu hvorki né myndu lýsa yfir stríði á hendur nokkurri þjóð og myndu ekki heimila erlendan her á landi sínu á friðartímum (Alþýðuflokksmennirnir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson áttu stóran þátt í því að þessir fyrirvarar voru settir). Það var sameiginlegur skilningur íslenskra og bandarískra stjórnvalda að Ísland hefði þær einar skuldbindingar gagnvart Nató að leggja til svipaða aðstöðu, ef til ófriðar drægi, eins og landið hafði veitt í síðari heimsstyrjöld (sjá m.a. tilkynningu ríkisstjórnar Íslands í Mbl. 7. maí 1951). Þegar þetta er haft í huga ætti flestum að vera ljóst að varnarsamningurinn var skammtímaráðstöfun, gerð í skugga Kóreustríðsins. Samningamönnum Íslendinga virðist hafa verið mest í mun að ráða þjóðernislegum uppruna bandarísku hermannanna, takmarka fjölda þeirra og geta sagt samningnum upp í samræmi við upphaflega fyrirvara. Varnarsamningurinn var m.ö.o. „ill nauðsyn“ og ráðamenn héldu því að þjóðinni að uppsagnarferlið (skv. 7. greininni) hæfist strax og friðvænlegar horfði í heiminum. Og í samræmi við það lögðu allir þingmenn Alþýðuflokksins fram þingsályktunartillögu vorið 1953, strax að lokinni Kóreustyrjöldinni, um brottför hersins, tillögu sem þingmenn Framsóknar gerðust síðan meðflutningsmenn að og samþykkt var á Alþingi 28. mars 1956. Þessi þingsályktun varð síðan eitt helsta stefnumál vinstri stjórnarinnar sem mynduð var 1956. Kjarni þeirrar stefnu var eins og segir í lok 7. greinar varnarsamningsins að „meðan aðstaðan er eigi notuð til hernaðarþarfa" muni Ísland „sjálft sjá um nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og útbúnaði“. Össur Skarphéðinsson veit að sjálfsögðu eins og flestir aðrir að ekkert varð úr áformum vinstri stjórnarinnar að láta herinn fara. En hann virðist ekki vita, fremur en svo margir aðrir, að þessu máli lauk með grundvallarbreytingu á varnarsamningnum. Samkomulagið 1956 Ekki einasta hunsuðu báðir aðilar, Íslendingar og Bandaríkjamenn, samráð við NATO í samningaviðræðunum sem fram fóru árið 1956. Viðræðunum lauk með samkomulagi 6. desember 1956 sem af Íslands hálfu var undirritað af Alþýðuflokksmanninum Guðmundi Í. Guðmundssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Kjarni þessa samnings hljóðar svo: „Að 6 mánaða frestur sá sem um ræðir í 7. gr. varnarsamningsins hefjist þegar önnur ríkisstjórnin tilkynnir hinni þar um.“ (sjá m.a. Mbl. 7. maí 1956). Í stað samráðsins við NATO skyldi koma fastanefnd skipuð að jöfnu Íslendingum og Bandaríkjamönnum. Samkvæmt orðanna hljóðan er eins og Íslendingar hafi aðeins slegið uppsagnarferlinu á frest þar sem málið var statt þegar viðræðum var hætt. Fréttaskýrendur stórblaðsins New York Times túlkuðu þetta á þá leið að héðan í frá væri varnarsamningurinn eingöngu tvíhliða samningur Íslands og Bandaríkjanna (sem hvor aðilinn um sig gæti sagt upp einhliða), NATO hefði verið „þurrkað út“. Í höfuðstöðvum NATO var sagt að þetta samkomulag væri bæði „áfall og ávinningur“ (sjá Mbl. 5. maí 1956). Bjarni Benediktsson setti spurningarmerki við þetta og fékk ekki skýr svör utanríkisráðherra. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnir þessara landa hafa aldrei leitað samráðs NATO-ráðsins þegar þær hafa rætt framtíð Keflavíkurstöðvarinnar. Það var t.a.m. ekki gert í viðræðum Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, við fulltrúa Clintonstjórnarinnar haustið 1993, þegar Bandaríkjamenn gáfu fyrst til kynna að þeir vildu draga megnið af herafla sínum á brott héðan. NATO skrifræðisbákn án hers Hvað sem öllu þessu líður þá er það ýmislegt sem formaður Íslandsdeildar þingmannasambands NATO þarf að vita um þetta varnarbandalag. Í fyrsta lagi að þótt þar gildi „einn fyrir alla og allir fyrir einn“ þá eru sum aðildarríki bandalagsins jafnari en önnur. NATO er ekki sjálfstæð stofnun sem getur sett Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar sem eins konar yfirþjóðlegt vald. Bandaríkin ráða þar þvert á móti nokkurn veginn því sem þau vilja. NATO er bandalag Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Bandaríkin leggja til bæði hernaðarmáttinn og fjármagnið að langmestu leyti. Jafnvel það fé til styrktar hernaðarframkvæmdum einstakra aðildarríkja (t.d. Bandaríkjahers hér á landi) sem sagt er koma úr svokölluðum mannvirkjasjóði NATO er að stærstum hluta bandarískt fjármagn. Í öðru lagi þá er NATO allajafna eins konar „sofandi risi“ eða „ósýnilegar varnir“. Á friðartímum er það aðeins hernaðarlegt skrifræðisbákn án nokkurs hers (nema tveggja lítilla, táknrænna hersveita). Yfirburðir Bandaríkjanna í NATO sjást vel í hernaðarlegu skipuriti bandalagsins. Það er ekki aðeins svo að yfirhershöfðingjar helstu herstjórna bandalagsins eru bandarískir heldur eru bandarískir herforingjar settir yfir foringja hinna aðildarríkjanna á öllum lægri stjórnunarstigum. En eins og áður greinir þá er þetta aðeins kerfi í viðbragðsstöðu sem fer í gang ef til ófriðar kemur. Og komi til þess þá fara allir herir annarra NATO-ríkja (nema Frakklands) undir stjórn Bandaríkjanna. Þegar Jones yfirhershöfðingi Evrópuherstjórnar NATO (SACEUR) kom hingað til lands nýlega þá var farkostur hans flugvél merkt Bandaríkjastjórn, enda maðurinn dagsdaglega yfirhershöfðingi herafla Bandaríkjanna í Evrópu (CINCEUR). Dettur nokkrum í hug að Jones NATO-hershöfðingi hafi lofað að tala máli Geirs (og Össurar) við Jones æðsta yfirmann Bandaríkjahers í Evrópu (Keflavíkurstöðin heyrir undir hann)? Össur Skarphéðinsson og þeir aðrir sem að undanförnu hafa beint sjónum sínum til NATO í von um stuðning ættu að gera sér grein fyrir að það er útilokað að bandalagið geti eða vilji hafa áhrif á ákvarðanir Bandaríkjanna um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar. Enn fráleitara er að ætla að NATO sem slíkt hafi einhverjar forsendur til að taka að sér „sýnilegar“ varnir á Íslandi. Þeir ættu jafnframt að átta sig á því að þær „ósýnilegu“ varnir sem felast annars vegar í loforðum Bandaríkjastjórnar um að ábyrgjast varnir Íslands og hins vegar í aðildinni að NATO eru margfalt mikilvægari en fjórar úrsérgengnar orrustuþotur þótt sýnilegar séu.

Færslur

SHA_forsida_top

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi vegna aðflugsæfinga Nató við Akureyrarflugvöll. Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, …

SHA_forsida_top

Illur gestur: ályktun frá SHA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flutti eftirfarandi ávarp á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga að …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á kertafleytingu á Akureyri, 6. ágúst 2009, flutti Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur eftirfarandi ávarp: Kæru vinir, …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Á úlfurinn að vernda lambið? Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll …

SHA_forsida_top

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Bandaríska herveldið virðist hafa hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. Aðflugsæfingum hefur a.m.k. verið frestað um óákveðinn …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar …

SHA_forsida_top

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 - 10:00 til laugardagur, júlí 25 2009 - 22:00 Hvern …

SHA_forsida_top

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem …