BREYTA

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í fréttum að ríkisstjórnin hafi samþykkt að orustuþotur Nató muni koma hingað til lands til æfinga og eftirlits ársfjórðungslega. Íslendingar muni bera allan kostnað af herliðinu auk kostnaðar af ratsjárstöðvunum fjórum. Þær upphæðir sem hér er um að tefla eru gríðarháar eða á annan milljarð króna, talsvert meira en allur rekstrarkostanður menntastofnunar á borð við Háskólann á Akureyri! Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að kostnaður við þessa áætlun hafi ekki verið tekinn saman en hann sé lægri en hann hefði getað orðið (Fréttablaðið 29.júlí)! Það er nefnilega það!! En hefði ekki þótt eðlilegt að ræða það við Alþingi ef setja hefði átt á laggirnar stóra háskólastofnun á kostnað skattborgarans? Hví þá ekki tilkostnað við NATÓ? Áður hefur utanríkisráðherra sagt að kostnaðurinn muni birtast á hausti komanda í fjárlögum fyrir næsta ár. Af því tilefni sagði ritstjóri Fréttablaðsins, Þorsteinn Pálsson í leiðara 27.júlí, að þetta veki "þá spurningu hvort fjárlögin eru réttur vettvangur til þess að birta í fyrsta sinn þá stefnu sem Ísland ætlar að framfylgja varðandi einstök verkefni og umsvif í varnarviðbúnaði. Þarf ekki stefnumótun þar um að liggja fyrir með rökstuddu mati á nauðsynlegri starfsemi? Er ekki eðlilegt að sjálfstæð umræða fari fram um þá stefnumótun?... Meðan varnarmálin voru alfarið á herðum Bandaríkjamanna lutu efnislegar umræður um þau fyrst og fremst að milliríkjasamningum þar að lútandi. Kostnaðurinn var ekki áhyggjuefni. Nú eru þessi mál í okkar höndum. Það kallar á opna opinbera umræðu um einstök viðfangsefni, stefnumótandi ákvarðanir og kostnaðarmat." Undir þetta skal tekið. Einnig vangaveltur ritstjórans almennt um framtíðarskipan ratsjáreftirlits við Ísland og þá ekki síður um stefnu okkar í öryggis- og hernaðarmálum almennt. Þannig er eðlilegt að spyrja hvar skilin eigi að vera á milli borgaralegrar öryggisgæslu og hernaðarumsvifa? Þessi umræða hefur aldrei farið fram á Alþingi þannig að stefna hafi þar verið mótuð í ljósi nýrra aðstæðna eftir brottför Bandaríkjahers. Hins vegar eru okkur að birtast ákvarðanir rétt eins og að fyrir liggi skýr stefna hvað þetta snertir. Allt tal forsvarsmanna Samfylkingarinnar um samráð og vandaða og breiða umræðu um varnarþörf Íslands og fyrirkomulag til frambúðar eru orðin tóm. Samfylkingin er þannig beint framhald Framsóknar en ekki verður sagt að risið á henni í utanríkismálum hafi verið hátt. Augljóst er að þegar Alþingi kemur saman í haust mun fara fram rækileg umræða um varnir og öryggi Íslands, skuldbindingar okkar og markalínur á milli borgaralegra og hernaðarlegra þátta. Ekki verður betur séð en að með samningum sínum við NATÓ, skilgreiningu á hernaðarsvæði á Keflavíkurflogvelli og fjármögnun okkar á komu orustuflugvéla NATÓ sé verið að fella þá múra sem hafa verið á milli borgaralegrar starfsemi annars vegar og hernaðarlegrar hins vegar, án þess að nokkurn tíma hafi verið tekin ákvörðun um að hervæða Ísland.

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …