BREYTA

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það geta þeir þakkað kínverska flugeldaframleiðandanum Zhang Zong Lin, sem séð hefur Landsbjörg fyrir flugeldum um marga ára skeið. Hann ákvað að lána Landsbjörg fyrir flugeldunum vegna þess óvissuástands sem ríkir. Landsbjörg býst við minni sölu en undanfarin ár og hefur pantað minna magn en áður.“ Á vef Landsbjargar er sagt að flugeldasalan sé mikilvægasta einstaka fjáröflun flestra björgunarsveita landsins og í sumum tilfellum standi hún undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita. Björgunarsveitirnar byggja á sjálfboðaliðastarfi en engu að síður bera þær ýmislegan og umtalsverðan kostnað. En á sama tíma og þær þurfa að fjármagna þennan kostnað að 70-95% (sja visir.is 27.12.2007) með sölu flugelda og eyða dýrmætum tíma sjálfboðaliða sinna í þessa fjármögnun, þá rekur íslenska utanríkisráðuneytið Varnarmálastofnun fyrir 1500 milljónir króna á ári og NATO-ríki senda hingað orrustuþotur nokkrum sinnum á ári auk árlegra heræfinga, og allt kostar þetta formúu. Þær raunverulegu ógnir sem steðja að íbúum Íslands, fyrir utan fjárglæfra og aðra glæpastarfsemi, er af völdum náttúrunnar, veðurs, jarðskjálfta og eldgosa. Og liðið sem kemur okkur til varnar og bjargar er fyrst og fremst björgunarsveitirnar auk landhelgisgæslu, lögreglu og sjúkra- og slökkvuliða. Meðan meira en hálfur annar milljarður fer í gagnslausa stofnun og gagnlausar orrustuflugvélar og hersveitir, þá þarf hið raunverulega varnarlið okkar, björgunarsveitirnar, að bjarga fjárhag sínum með flugeldasölu. Og það er kaldhæðnislegt að þær skuli vera komnar upp á náð kínverskra bísnissmanna þegar fjárglæframennirnir eru búnir að koma Íslandi á kaldan klaka vegna skorts á vörnum gegn þeim. Það má því segja að varnir Íslands séu komnar upp á náð Kínverja. Og það á sama tíma og útlit er fyrir að efnahagslíf Íslands sé upp á náð Rússa komið. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …