BREYTA

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það geta þeir þakkað kínverska flugeldaframleiðandanum Zhang Zong Lin, sem séð hefur Landsbjörg fyrir flugeldum um marga ára skeið. Hann ákvað að lána Landsbjörg fyrir flugeldunum vegna þess óvissuástands sem ríkir. Landsbjörg býst við minni sölu en undanfarin ár og hefur pantað minna magn en áður.“ Á vef Landsbjargar er sagt að flugeldasalan sé mikilvægasta einstaka fjáröflun flestra björgunarsveita landsins og í sumum tilfellum standi hún undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita. Björgunarsveitirnar byggja á sjálfboðaliðastarfi en engu að síður bera þær ýmislegan og umtalsverðan kostnað. En á sama tíma og þær þurfa að fjármagna þennan kostnað að 70-95% (sja visir.is 27.12.2007) með sölu flugelda og eyða dýrmætum tíma sjálfboðaliða sinna í þessa fjármögnun, þá rekur íslenska utanríkisráðuneytið Varnarmálastofnun fyrir 1500 milljónir króna á ári og NATO-ríki senda hingað orrustuþotur nokkrum sinnum á ári auk árlegra heræfinga, og allt kostar þetta formúu. Þær raunverulegu ógnir sem steðja að íbúum Íslands, fyrir utan fjárglæfra og aðra glæpastarfsemi, er af völdum náttúrunnar, veðurs, jarðskjálfta og eldgosa. Og liðið sem kemur okkur til varnar og bjargar er fyrst og fremst björgunarsveitirnar auk landhelgisgæslu, lögreglu og sjúkra- og slökkvuliða. Meðan meira en hálfur annar milljarður fer í gagnslausa stofnun og gagnlausar orrustuflugvélar og hersveitir, þá þarf hið raunverulega varnarlið okkar, björgunarsveitirnar, að bjarga fjárhag sínum með flugeldasölu. Og það er kaldhæðnislegt að þær skuli vera komnar upp á náð kínverskra bísnissmanna þegar fjárglæframennirnir eru búnir að koma Íslandi á kaldan klaka vegna skorts á vörnum gegn þeim. Það má því segja að varnir Íslands séu komnar upp á náð Kínverja. Og það á sama tíma og útlit er fyrir að efnahagslíf Íslands sé upp á náð Rússa komið. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …