Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað að gegna herþjónustu hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkunum í baráttu gegn stríði og hernaði með að veita þeim sem hafa flúið land frekar en að gegna herþjónustu hæli hér á landi.
Í 18. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu og helgihaldi.“
Rétturinn til að vera samkvæmur samvisku sinni er þá túlkaður sem réttur til að neita herþjónustu og rétt til að neita að drepa fólk.
Samtök hernaðarandstæðinga harma þeir friðarsinnar sem leiti skjóls á Íslandi fái ekki notið samstöðu hér á landi.

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …