BREYTA

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar fluttu kröftug ávörp, Bragi Ólafsson rithöfundur las kafla úr nýjustu skáldsögu sinni, Sendiherranum, með áhrifamiklum inngangsorðum og Ólöf Arnalds og Wilhelm Anton Jónsson heilluðu fundarmenn með tónlist sinni. Samkomunni lauk með tilþrifamikilli endurkomu XXX Rottweilerhunda sem hafa bersýnilega engu gleymt og gáfu ekkert eftir. Kynnirinn Davíð Þór Jónsson hélt svo utan um samkomuna traustum höndum. Að fundinum stóðu Samtök hernaðarandstæðinga, MFÍK, Þjóðarhreyfingin - með lýðræði, Ung vinstri græn og Ungir Jafnaðarmenn. 17mar07n Víða um heim hafa verið öflugar mótmælaaðgerðir gegn stríðinu á undanförnum dögum. Í Washington létu menn kalsaveður og slyddu laugardaginn 17. mars ekkert á sig fá en marséruðu tugþúsundum saman að Pentagon. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Los Angeles og San Francisco auk tugþúsunda manna á meira en 1000 stöðum víðsvegar um Bandaríkin. (Sjá A.N.S.W.E.R., March On Pentagon og United for Peace and Justice). Í Danmörku voru útifundir í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Rönne (sjá Nej til krig), í Stokkhólmi mættu 2-3000 manns á útifund en einnig voru aðgerðir í Gautaborg, Málmey, Uppsölum og fjölda smærri bæja (sjá Mot krig). Á Írlandi voru mótmæli gegn stríðinu og bandarísku herstöðinni á Shannon-flugvelli (Irish Anti War Movement) og í Belgíu stóðu nokkur samtök að aðgerðum á sunnudaginn (Stop USA, Coordination Nationale d’Action pour la Paix et la Démocratie, Mother Earth). Á Ítalíu voru fjölmennar aðgerðir (Confedarazione Cobas) og í Aþenu tóku um 6000 manns þátt í útifundi sem samtök gegn stríði stóðu fyrir. Tugir þúsunda tóku þátt í aðgerðum í Madrid (sjá frétt) og fundir voru einnig í fjölmörgum öðrum borgum á Spáni. Á ótal öðrum stöðum voru mótmælaaðgerðir, Ungverjalandi, Ástralíu, Tyrklandi, Kýpur, Suður Kóreu, Chile og Írak svo fátt eitt sé talið. Í London stóð Stop the War Coaliton fyrir almannaþingi þriðjudaginn 20. mars þar sem stríðið og þátttaka Breta í því var rædd (sjá Socialist Worker). Rétt er að geta þess að 27. janúar voru fjölmennar mótmælaaðgerðir í Washington gegn stríðinu og sömuleiðis í London 24. febrúar. Sjá einnig Myndir utan úr heimi.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …