BREYTA

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar fluttu kröftug ávörp, Bragi Ólafsson rithöfundur las kafla úr nýjustu skáldsögu sinni, Sendiherranum, með áhrifamiklum inngangsorðum og Ólöf Arnalds og Wilhelm Anton Jónsson heilluðu fundarmenn með tónlist sinni. Samkomunni lauk með tilþrifamikilli endurkomu XXX Rottweilerhunda sem hafa bersýnilega engu gleymt og gáfu ekkert eftir. Kynnirinn Davíð Þór Jónsson hélt svo utan um samkomuna traustum höndum. Að fundinum stóðu Samtök hernaðarandstæðinga, MFÍK, Þjóðarhreyfingin - með lýðræði, Ung vinstri græn og Ungir Jafnaðarmenn. 17mar07n Víða um heim hafa verið öflugar mótmælaaðgerðir gegn stríðinu á undanförnum dögum. Í Washington létu menn kalsaveður og slyddu laugardaginn 17. mars ekkert á sig fá en marséruðu tugþúsundum saman að Pentagon. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Los Angeles og San Francisco auk tugþúsunda manna á meira en 1000 stöðum víðsvegar um Bandaríkin. (Sjá A.N.S.W.E.R., March On Pentagon og United for Peace and Justice). Í Danmörku voru útifundir í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Rönne (sjá Nej til krig), í Stokkhólmi mættu 2-3000 manns á útifund en einnig voru aðgerðir í Gautaborg, Málmey, Uppsölum og fjölda smærri bæja (sjá Mot krig). Á Írlandi voru mótmæli gegn stríðinu og bandarísku herstöðinni á Shannon-flugvelli (Irish Anti War Movement) og í Belgíu stóðu nokkur samtök að aðgerðum á sunnudaginn (Stop USA, Coordination Nationale d’Action pour la Paix et la Démocratie, Mother Earth). Á Ítalíu voru fjölmennar aðgerðir (Confedarazione Cobas) og í Aþenu tóku um 6000 manns þátt í útifundi sem samtök gegn stríði stóðu fyrir. Tugir þúsunda tóku þátt í aðgerðum í Madrid (sjá frétt) og fundir voru einnig í fjölmörgum öðrum borgum á Spáni. Á ótal öðrum stöðum voru mótmælaaðgerðir, Ungverjalandi, Ástralíu, Tyrklandi, Kýpur, Suður Kóreu, Chile og Írak svo fátt eitt sé talið. Í London stóð Stop the War Coaliton fyrir almannaþingi þriðjudaginn 20. mars þar sem stríðið og þátttaka Breta í því var rædd (sjá Socialist Worker). Rétt er að geta þess að 27. janúar voru fjölmennar mótmælaaðgerðir í Washington gegn stríðinu og sömuleiðis í London 24. febrúar. Sjá einnig Myndir utan úr heimi.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi