BREYTA

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, en fjöldamorðin 11. september 2001, þar sem um 3.000 dóu. Íslensk stjórnvöld banna útbreiðslu og birtingu á klámi, þ.e. á djörfum myndum af ástarleikjum, en neita að banna stríðsáróður , þ.e. áróður fyrir manndrápum, á þeirri forsendu að það vernda eigi tjáningarfrelsið. Utanríkisráðherra, Valgerður Sverrirsdóttir, tilkynnti um helgina að ekki geti orðið af fundi hennar með Paul Wolfowitz, forstjóra Alþjóðabankans, á Íslandi vegna ...rannsóknar á meintum tilraunum hans til að liðka fyrir stöðu- og launahækkun hand ástkonu sinni. Hún minntist ekki á þátt hans í undirbúningi árásarstríðsins gegn Írak. Á hinn bóginn taldi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sjálfsagt að bjóða George Bush eldra í fyrra að Bessastöðum, þótt gestur hans hafi tekið þátt í stórfelldum alþjóðaglæpum þar sem yfir 100,000 manns létu lífið. Elías Davíðsson Samkvæmt 20. grein Alþjóðasáttmála um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Ísland hefur undirritað og samþykkt, ber aðildarríkjum sáttmálans að banna stríðsáróður. Ísland gerði fyrirvara við þetta ákvæði á þeirri forsendu að það myndi stríði gegn tjáningarfrelsinu! Aths. ritstjóra: Um feril Wolfowitz má fræðast nánar í yfirlitsgrein á Wikipedia, en þar eru líka tilvísanir í nánari upplýsingar.

Færslur

SHA_forsida_top

Leynd og lausir endar

Leynd og lausir endar

Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður skrifar á heimasíðu sinni 2. október: Herinn er farinn. 55 ára …

SHA_forsida_top

Umræður á Alþingi um varnarmál

Umræður á Alþingi um varnarmál

Miðvikudaginn 4. október flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á Alþingi um varnarmál sem síðan var til …

SHA_forsida_top

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska …

SHA_forsida_top

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Þjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn …

SHA_forsida_top

Plógjárn úr sverðum...

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og …

SHA_forsida_top

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja í Friðarhúsi óformlegt erindi um …

SHA_forsida_top

Undirlægjuhættinum linni

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska …

SHA_forsida_top

Suðurnesjaferð SHA

Suðurnesjaferð SHA

SHA skipuleggja rútuferð að herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli undir leiðsögn - og fagna brottför hersins.

SHA_forsida_top

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski …

SHA_forsida_top

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Amal Tamimi segir frá daglegu lífi á …

SHA_forsida_top

Kræsingar í Friðarhúsi

Kræsingar í Friðarhúsi

Hinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst …

SHA_forsida_top

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag: Aðalfundur Kjördæmisráðs …