BREYTA

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, en fjöldamorðin 11. september 2001, þar sem um 3.000 dóu. Íslensk stjórnvöld banna útbreiðslu og birtingu á klámi, þ.e. á djörfum myndum af ástarleikjum, en neita að banna stríðsáróður , þ.e. áróður fyrir manndrápum, á þeirri forsendu að það vernda eigi tjáningarfrelsið. Utanríkisráðherra, Valgerður Sverrirsdóttir, tilkynnti um helgina að ekki geti orðið af fundi hennar með Paul Wolfowitz, forstjóra Alþjóðabankans, á Íslandi vegna ...rannsóknar á meintum tilraunum hans til að liðka fyrir stöðu- og launahækkun hand ástkonu sinni. Hún minntist ekki á þátt hans í undirbúningi árásarstríðsins gegn Írak. Á hinn bóginn taldi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sjálfsagt að bjóða George Bush eldra í fyrra að Bessastöðum, þótt gestur hans hafi tekið þátt í stórfelldum alþjóðaglæpum þar sem yfir 100,000 manns létu lífið. Elías Davíðsson Samkvæmt 20. grein Alþjóðasáttmála um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Ísland hefur undirritað og samþykkt, ber aðildarríkjum sáttmálans að banna stríðsáróður. Ísland gerði fyrirvara við þetta ákvæði á þeirri forsendu að það myndi stríði gegn tjáningarfrelsinu! Aths. ritstjóra: Um feril Wolfowitz má fræðast nánar í yfirlitsgrein á Wikipedia, en þar eru líka tilvísanir í nánari upplýsingar.

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …