BREYTA

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og ættbálkur þinn standið í deilum við nágranna ykkar. Áður en til átaka kemur er ákveðið að reyna að leita sátta. Hvor ættbálkur á að velja fulltrúa úr sínum röðum til að tala sínu máli við fulltrúa hinna. Þú stingur upp á kunningja þínum í þetta starf. Hann er ekki mikill bardagamaður og hleypur ekki hratt en þykir ágætur í að miðla málum manna í millum. Af þessum sökum er uppástungan samþykkt. Fulltrúinn hittir fulltrúa nágranna og saman ræða þeir góða stund. Að fundi loknum ert þú og aðrir í ættbálknum að vonum forvitnir að heyra hvað fram fór og bíðið spenntir eftir ýtarlegri skýrslu fulltrúans. En sú skýrsla er ekki gefin. Þess í stað segir fulltrúinn að málin séu á svo viðkvæmu stigi að hann geti einfaldlega, stöðu sinnar vegna, ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Þetta kemur þér og öllum gersamlega í opna skjöldu. Hvernig getur þessi kunningi þinn sett sig á svo háan hest? Þið völduð hann til starfans því ekki hefði mikið miðað á fundinum ef allir hefðu mætt en nú lætur hann eins og það sé eitthvað í þessu máli sem þið megið ekki vita. Er hann kannski genginn nágrönnunum á hönd? Þið veljið nýjan fulltrúa til að fara með málið. Tryggð fulltrúans Fyrir þá sem ekki eru búnir að átta sig á þessar hyldjúpu og margslungnu myndlíkingu er hér að sjálfsögðu rætt um herinn og viðskilnað hans við Ísland. Eigum við virkilega ekki rétt á því að okkar kjörnu fulltrúar segi okkur hvað sé að gerast í þessu máli? Er tryggð fulltrúans við viðsemjandann meiri en tryggð hans við okkur? Eða óttast hann að þjóðin sé kannski ekki sammála áherslum hans í samningunum og þar af leiðandi sé öruggara að hún viti ekki neitt þar til búið er að semja og of seint að andmæla? Eru varnir landsins það mikilvægasta í þessu máli? Viljum við vera undir verndarvæng Bandaríkjamanna? Erum við hlynnt stefnu þeirra í utanríkismálum? Eða erum við bara hrædd? Erum við bara hrædd við mesta óþokkann á skólalóðinni? Tilbúin að taka þátt í eineltinu? Bestu vinir aðal? Staðföst þjóð? Eða eru það hryðjuverkamennirnir sem við óttumst? Ameríka verndar okkur gegn þeim. Er það ekki? Verndaði gríðarleg hermaskína Ameríku þá fyrir hryðjuverkunum 11. september? Af hverju fremja menn hryðjuverk? Er ekki nær að spyrja þeirrar spurningar? Heilög mannslíf Hvað er hryðjuverkamaður? Maður sem drepur saklaust fólk fyrir málstað sinn? Hversu margir saklausir hafa verið myrtir í Afganistan og Írak og nú síðast í Líbanon (þó Ameríkanar standi ekki fyrir þeim árásum eru þær sannarlega með þeirra samþykki)? Myndu ekki Osama og hinir blikna við hlið Bush? Er hann ekki blóðugastur þeirra allra? Er ekkert nálegt að heyra Bush úthúða hryðjuverkamönnum fyrir að bera ekki virðingu fyrir mannslífum? Eða þegar hann beitir neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn til að hindra framgang stofnfrumurannsókna á þeim forsendum að "mannslífið sé heilagt og því megi ekki eyða, jafnvel í sinni frumstæðustu mynd"? Kannski eru þetta ekki mannslíf sem Ameríkanar eyða með sprengjum sínum og skriðdrekum heldur eitthvað frumstæðara en stofnfrumur. Eða kannski eru það bara amerísk mannslíf sem eru heilög. Kannski það séu bara amerískar stofnfrumur sem ekki má eyða. Kannski að íslenskar stofnfrumur geti einhvern tímann orðið jafn heilagar og þær amerísku, ef við sleikjum okkur nógu mikið upp við aðal. Kannski þegar við erum orðnar algjörar gólfmottur. Kannski þá. Hvar er stoltið? Hvar er stolt okkar Íslendinga? Hvar er hugrekkið? Þurfum við her? Þurfum við að spyrða okkur saman við verstu bófana? Viljum við vera hluti af stærstu hernaðarmaskínu jarðar? Er þetta ekki gullið tækifæri til að hafna vopnabrölti, hafna stríði og hafna hernaðarbandalögum? Ættum við ekki frekar að vera að berjast fyrir þessu:
  1. Ísland slíti öllum hernaðarlegum samskiptum við Bandaríkin og segir sig úr Nato (og stígi þannig fram fyrir skjöldu sem herlaus þjóð).
  2. Ráðist verði í ítarlega úttekt á mengun sem orðið hefur af völdum Bandaríkjahers (kostuð af Íslendingum).
  3. Öll svæði sem mengast hafa verði hreinsuð (kostað af Bandaríkjamönnum).
  4. Íslendingar fái mannvirki svæðanna til eigin nota án tafar (flestir eru sammála um þau gríðarlegu tækifæri sem hér liggja til atvinnuuppbyggingar en ef mannvirkin eru látin standa auð og köld þá liggja þau undir skemmdum).
Hvort sem menn eru sammála þessu eða vildu sjá aðrar útfærslur þá hljótum við að gera þá kröfu að okkar kjörnu fulltrúar fari ekki með þetta stóra mál sem eitthvert einkamál þeirra og vina þeirra í Ameríku sem þjóðinni kemur ekki við.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …