BREYTA

Vígvæðing í fjárlögum?

katrinjakobsdottir eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í gær var umræða um utanríkismál á Alþingi. Utanríkisumræða á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum - ekki síst eftir að bandaríski herinn hvarf úr landi en hann hefur veirð eins konar tákngervingur hernaðarhyggju í heiminum. Staðreyndin er hins vegar sú að brotthvarf hersins hafði ekki í för með sér neina stefnubreytingu í átt til friðar. Þvert á móti er ætlunin nú að auka útgjöld og umsvif Íslendinga á hernaðarsviðinu. Í nýju frumvarpi til fjárlaga í kafla um utanríkismál er að finna nýjan útgjaldalið undir yfirskriftinni Varnarmál. Þessi liður er upp á rúman hálfan milljarð – eða 533,8 milljónir króna. Þessir peningar eiga að fara í heræfingar á Íslandi, kostnað við slíkar æfingar og uppihald hermanna sem hingað koma. Fyrir þessa fjárhæð mætti fimmfalda fjárframlög til fullorðinsfræðslu í símenntunarmiðstöðvum landsins og öll myndi fjárhæðin duga til að greiða fyrir allt háskólanám í Listaháskóla Íslands, svo handahófskennd dæmi séu tekin úr fjárlagafrumvarpinu. Ef við viljum nýta þessa fjármuni til utanríkismála er auðvelt að finna uppbyggilegri verkefni. Þannig mætti enn bæta fjármunum við til Þróunarsamvinnustofnunar en þessi fjárhæð nemur um þriðjungi af framlaginu til hennar. Þá er vandséð hvaða tilgangi þessar æfingar þjóna en þær eru réttlættar með því að þannig uppfyllum við skyldur við veru okkar í Atlantshafsbandalaginu. Að auki kostar sjálf NATÓ-aðildin rúmlega 65 milljónir króna. Við þetta er því að bæta að í fjáraukalagafrumvarpi fyrir 2007 er líka óskað eftir 152 milljónum króna fyrir öryggissvæði við Keflavíkurvöll og 200 milljónum króna í loftflutninga fyrir Atlantshafsbandalagið án þess að gerð sé frekari grein fyrir því. En er ekki réttast að setja spurningamerki við veru okkar í Atlantshafsbandalaginu? Er ástæða fyrir Ísland til að taka þátt í hernaðarbandalagi – sem hefur þanist út á undanförnum árum og sýnir í meira hernaðarlegt frumkvæði í stað þess að sinna vörnum eingöngu? Á sama tíma og vaxandi fjármunum er eytt í heræfingar ber sífellt meira á vígvæðingu borgaralegra verkefna. Nægir þar að nefna íslensku friðargæsluna sem ætlunin er að gegni borgaralegum verkefnum en er eigi að síður á átakasvæðum Afganistan og liðsmenn hennar bera hefðbundna hertitla. Að sama skapi er stöðugt verið að tengja einstakar deildir lögreglunnar og björgunarsveita við hernaðaraðgerðir, t.d. með þátttöku þeirra í heræfingum. Þessi þróun er varhugaverð, sérstaklega í ljósi þess að ýmis færi eru á að taka aðra stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Ekki tel ég að neinn einn beri ábyrgð á þessari vígvæðingu. Kerfi á borð við utanríkisþjónustuna hafa tilhneigingu til að þenjast út á sjálfvirkan hátt. Þess vegna þarf að taka markvissa ákvörðun um stefnubreytingu. Stjórnmálamenn þurfa að sýna kjark og þor til að hugsa út fyrir ramma kerfisins. Ef sömu fjármunir væru lagðir til friðar í heiminum og lagðir eru í stríðsrekstur væri líklega gott að lifa. Ef sama framboð væri á menntun í friðarfræðum og menntun í hernaðarfræðum væri það framfaraskref fyrir heiminn. Því miður er friður ekki jafn arðvænleg vara og stríð – það sést á þeim mikla vopnasölumarkaði sem blómstrar í heiminum. Vopnasalar á borð við þá sem heimsóttu Ísland á dögunum eru fyrirtæki sem ekki aðeins hagnast á eymd annarra heldur kynda beinlínis undir ófriði í heiminum til að ýta undir eftirspurn eftir framleiðsluvöru sinni. Þess vegna þarf að berjast gegn vopnasölu og braski um allan heim. Ísland hefur einstakt tækifæri til að taka sér stöðu með friðelskandi þjóðum þessa heims, vinna markvisst gegn vopnabraski, heræfingum og stríðsleikjum – og taka um leið frumkvæði í að efla frið í heiminum.

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …