BREYTA

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

antimissile Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli að vera búin að koma upp 10 gagneldflaugum í Evrópu árið 2011. Meðal þeirra landa sem helst er litið til eru Pólland og Tékkland, sem gerðust aðilar að NATO árið 1999. Pentagon hefur beðið þingið um 56 milljónir dala til að hefja verkið en áætlað er að það kosti allt í allt 1,6 milljarða dala. Tékknesk stjórnvöld hafa farið ákaflega dult með þetta, trúlega til að komast hjá því að þetta yrði að kosningamáli við nýafstaðnar þingkosningar. Hins vegar hefur verið öllu opinskárri umræður um þetta í Póllandi. Ef af þessu verður yrði þetta fyrsta hernaðaraðstaðan sem Bandaríkjamenn koma sér upp í Póllandi, en þeir hafa nýlega samið um herstöðvar í Búlgaríu. Þessar áætlanir valda mörgum áhyggjum vegna pólitískra áhrifa þeirra. Í viðtali við pólska blaðið Gazeta Wyborcza í desember sagði yfirhershöfðingi Rússlands, Júrí Balújevskí: „Hvað getum við gert? Gjörið svo vel, komið ykkur upp þessari varnalínu. En þið verðið líka að hafa í huga hvað getur seinna meir dottið niður á hausinn á ykkur. Ég get ekki séð fyrir neina kjarnorkuárekstra milli Rússlands og Vesturlanda. Hins er það skiljanlegt að lönd, sem eru hluti af svona varnarlínu, auka áhættu sína.“ Og varnarmálaráðherra Rússlands, Sergej Ívanov, sagði í viðtali við dagblað í Hvíta-Rússlandi að þessar framkvæmdir í Póllandi mundu hafa slæm áhrif á allt öryggiskerfi Evrópu og Norður-Atlantshafsins. „Þetta staðarval fyrir þessi tæki er vægast sagt mjög vafasamt,“ sagði hann. Þessar áætlanir eru hluti af áætlun sem stjórn Bush hefur verið með frá upphafi og birtist meðal annars í því þegar stjórnin sagði upp ABM-samningnum (Antiballistic Missile Treaty) um takmörkun eldflaugavarna árið 2002. Þessar gagneldflaugar eru sagðar vera til varnar árásum frá Norður-Kóreu og Íran. Nú þegar hefur níu gagneldflaugum verið komið upp í Fort Greely í Alaska og tveimur í Vandenberg-herstöðinni í Kalíforníu. Þá eru endurbætur á radar-stöðvunum í Fylingdale á Bretlandi og Thule á Grænlandi hluti þessa verkefnis. Pentagon hefur sótt um samtals 9,3 miljarða dala til þessa verkefnis fyrir árið 2007. Rétt er að hafa það í huga að þessar framkvæmdir koma NATO að sjálfsögðu mjög við. Pólland og Tékkland eru valin vegna aðildar þeirra að NATO og haft er eftir Henry A. Obering, yfirmanni eldflaugavarnadeildarinnar í Pentagon, að þessar gagneldflaugar muni fullkomna áætlun NATO um að þróa eldflaugavarnir. Greinina í New York Times má nálgast hér. Sjá einnig: Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum hér á Friðarvefnum. The US National Missile Defence System, NMDS, NMD. Fredsakademiet Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …