BREYTA

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

antimissile Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli að vera búin að koma upp 10 gagneldflaugum í Evrópu árið 2011. Meðal þeirra landa sem helst er litið til eru Pólland og Tékkland, sem gerðust aðilar að NATO árið 1999. Pentagon hefur beðið þingið um 56 milljónir dala til að hefja verkið en áætlað er að það kosti allt í allt 1,6 milljarða dala. Tékknesk stjórnvöld hafa farið ákaflega dult með þetta, trúlega til að komast hjá því að þetta yrði að kosningamáli við nýafstaðnar þingkosningar. Hins vegar hefur verið öllu opinskárri umræður um þetta í Póllandi. Ef af þessu verður yrði þetta fyrsta hernaðaraðstaðan sem Bandaríkjamenn koma sér upp í Póllandi, en þeir hafa nýlega samið um herstöðvar í Búlgaríu. Þessar áætlanir valda mörgum áhyggjum vegna pólitískra áhrifa þeirra. Í viðtali við pólska blaðið Gazeta Wyborcza í desember sagði yfirhershöfðingi Rússlands, Júrí Balújevskí: „Hvað getum við gert? Gjörið svo vel, komið ykkur upp þessari varnalínu. En þið verðið líka að hafa í huga hvað getur seinna meir dottið niður á hausinn á ykkur. Ég get ekki séð fyrir neina kjarnorkuárekstra milli Rússlands og Vesturlanda. Hins er það skiljanlegt að lönd, sem eru hluti af svona varnarlínu, auka áhættu sína.“ Og varnarmálaráðherra Rússlands, Sergej Ívanov, sagði í viðtali við dagblað í Hvíta-Rússlandi að þessar framkvæmdir í Póllandi mundu hafa slæm áhrif á allt öryggiskerfi Evrópu og Norður-Atlantshafsins. „Þetta staðarval fyrir þessi tæki er vægast sagt mjög vafasamt,“ sagði hann. Þessar áætlanir eru hluti af áætlun sem stjórn Bush hefur verið með frá upphafi og birtist meðal annars í því þegar stjórnin sagði upp ABM-samningnum (Antiballistic Missile Treaty) um takmörkun eldflaugavarna árið 2002. Þessar gagneldflaugar eru sagðar vera til varnar árásum frá Norður-Kóreu og Íran. Nú þegar hefur níu gagneldflaugum verið komið upp í Fort Greely í Alaska og tveimur í Vandenberg-herstöðinni í Kalíforníu. Þá eru endurbætur á radar-stöðvunum í Fylingdale á Bretlandi og Thule á Grænlandi hluti þessa verkefnis. Pentagon hefur sótt um samtals 9,3 miljarða dala til þessa verkefnis fyrir árið 2007. Rétt er að hafa það í huga að þessar framkvæmdir koma NATO að sjálfsögðu mjög við. Pólland og Tékkland eru valin vegna aðildar þeirra að NATO og haft er eftir Henry A. Obering, yfirmanni eldflaugavarnadeildarinnar í Pentagon, að þessar gagneldflaugar muni fullkomna áætlun NATO um að þróa eldflaugavarnir. Greinina í New York Times má nálgast hér. Sjá einnig: Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum hér á Friðarvefnum. The US National Missile Defence System, NMDS, NMD. Fredsakademiet Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …