BREYTA

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

antimissile Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli að vera búin að koma upp 10 gagneldflaugum í Evrópu árið 2011. Meðal þeirra landa sem helst er litið til eru Pólland og Tékkland, sem gerðust aðilar að NATO árið 1999. Pentagon hefur beðið þingið um 56 milljónir dala til að hefja verkið en áætlað er að það kosti allt í allt 1,6 milljarða dala. Tékknesk stjórnvöld hafa farið ákaflega dult með þetta, trúlega til að komast hjá því að þetta yrði að kosningamáli við nýafstaðnar þingkosningar. Hins vegar hefur verið öllu opinskárri umræður um þetta í Póllandi. Ef af þessu verður yrði þetta fyrsta hernaðaraðstaðan sem Bandaríkjamenn koma sér upp í Póllandi, en þeir hafa nýlega samið um herstöðvar í Búlgaríu. Þessar áætlanir valda mörgum áhyggjum vegna pólitískra áhrifa þeirra. Í viðtali við pólska blaðið Gazeta Wyborcza í desember sagði yfirhershöfðingi Rússlands, Júrí Balújevskí: „Hvað getum við gert? Gjörið svo vel, komið ykkur upp þessari varnalínu. En þið verðið líka að hafa í huga hvað getur seinna meir dottið niður á hausinn á ykkur. Ég get ekki séð fyrir neina kjarnorkuárekstra milli Rússlands og Vesturlanda. Hins er það skiljanlegt að lönd, sem eru hluti af svona varnarlínu, auka áhættu sína.“ Og varnarmálaráðherra Rússlands, Sergej Ívanov, sagði í viðtali við dagblað í Hvíta-Rússlandi að þessar framkvæmdir í Póllandi mundu hafa slæm áhrif á allt öryggiskerfi Evrópu og Norður-Atlantshafsins. „Þetta staðarval fyrir þessi tæki er vægast sagt mjög vafasamt,“ sagði hann. Þessar áætlanir eru hluti af áætlun sem stjórn Bush hefur verið með frá upphafi og birtist meðal annars í því þegar stjórnin sagði upp ABM-samningnum (Antiballistic Missile Treaty) um takmörkun eldflaugavarna árið 2002. Þessar gagneldflaugar eru sagðar vera til varnar árásum frá Norður-Kóreu og Íran. Nú þegar hefur níu gagneldflaugum verið komið upp í Fort Greely í Alaska og tveimur í Vandenberg-herstöðinni í Kalíforníu. Þá eru endurbætur á radar-stöðvunum í Fylingdale á Bretlandi og Thule á Grænlandi hluti þessa verkefnis. Pentagon hefur sótt um samtals 9,3 miljarða dala til þessa verkefnis fyrir árið 2007. Rétt er að hafa það í huga að þessar framkvæmdir koma NATO að sjálfsögðu mjög við. Pólland og Tékkland eru valin vegna aðildar þeirra að NATO og haft er eftir Henry A. Obering, yfirmanni eldflaugavarnadeildarinnar í Pentagon, að þessar gagneldflaugar muni fullkomna áætlun NATO um að þróa eldflaugavarnir. Greinina í New York Times má nálgast hér. Sjá einnig: Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum hér á Friðarvefnum. The US National Missile Defence System, NMDS, NMD. Fredsakademiet Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …