BREYTA

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

antimissile Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli að vera búin að koma upp 10 gagneldflaugum í Evrópu árið 2011. Meðal þeirra landa sem helst er litið til eru Pólland og Tékkland, sem gerðust aðilar að NATO árið 1999. Pentagon hefur beðið þingið um 56 milljónir dala til að hefja verkið en áætlað er að það kosti allt í allt 1,6 milljarða dala. Tékknesk stjórnvöld hafa farið ákaflega dult með þetta, trúlega til að komast hjá því að þetta yrði að kosningamáli við nýafstaðnar þingkosningar. Hins vegar hefur verið öllu opinskárri umræður um þetta í Póllandi. Ef af þessu verður yrði þetta fyrsta hernaðaraðstaðan sem Bandaríkjamenn koma sér upp í Póllandi, en þeir hafa nýlega samið um herstöðvar í Búlgaríu. Þessar áætlanir valda mörgum áhyggjum vegna pólitískra áhrifa þeirra. Í viðtali við pólska blaðið Gazeta Wyborcza í desember sagði yfirhershöfðingi Rússlands, Júrí Balújevskí: „Hvað getum við gert? Gjörið svo vel, komið ykkur upp þessari varnalínu. En þið verðið líka að hafa í huga hvað getur seinna meir dottið niður á hausinn á ykkur. Ég get ekki séð fyrir neina kjarnorkuárekstra milli Rússlands og Vesturlanda. Hins er það skiljanlegt að lönd, sem eru hluti af svona varnarlínu, auka áhættu sína.“ Og varnarmálaráðherra Rússlands, Sergej Ívanov, sagði í viðtali við dagblað í Hvíta-Rússlandi að þessar framkvæmdir í Póllandi mundu hafa slæm áhrif á allt öryggiskerfi Evrópu og Norður-Atlantshafsins. „Þetta staðarval fyrir þessi tæki er vægast sagt mjög vafasamt,“ sagði hann. Þessar áætlanir eru hluti af áætlun sem stjórn Bush hefur verið með frá upphafi og birtist meðal annars í því þegar stjórnin sagði upp ABM-samningnum (Antiballistic Missile Treaty) um takmörkun eldflaugavarna árið 2002. Þessar gagneldflaugar eru sagðar vera til varnar árásum frá Norður-Kóreu og Íran. Nú þegar hefur níu gagneldflaugum verið komið upp í Fort Greely í Alaska og tveimur í Vandenberg-herstöðinni í Kalíforníu. Þá eru endurbætur á radar-stöðvunum í Fylingdale á Bretlandi og Thule á Grænlandi hluti þessa verkefnis. Pentagon hefur sótt um samtals 9,3 miljarða dala til þessa verkefnis fyrir árið 2007. Rétt er að hafa það í huga að þessar framkvæmdir koma NATO að sjálfsögðu mjög við. Pólland og Tékkland eru valin vegna aðildar þeirra að NATO og haft er eftir Henry A. Obering, yfirmanni eldflaugavarnadeildarinnar í Pentagon, að þessar gagneldflaugar muni fullkomna áætlun NATO um að þróa eldflaugavarnir. Greinina í New York Times má nálgast hér. Sjá einnig: Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum hér á Friðarvefnum. The US National Missile Defence System, NMDS, NMD. Fredsakademiet Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Frumvarp um íslenska leyniþjónustu

Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til breytinga á lögreglulögunum. Ráðherrann lýsir því svo á …

SHA_forsida_top

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Samstaða í baráttunni gegn bandarískum herstöðvum í Asíu og um allan heim

Frá friðarráðstefnu í Yokohama í Japan 24.-25. nóvember 2005 Okkur hefur borist skýrsla um …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða …

SHA_forsida_top

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður látinn

Gylfi Gíslason myndlistarmaður er látinn. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu.

SHA_forsida_top

Opið hús í Friðarhúsi

Opið hús í Friðarhúsi

Heitt á könnunni í Friðarhúsi frá kl. 20. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Gegn Íraksstríðinu 18. mars – og aftur 29. apríl!

Friðarhreyfingar um allan heim vinna nú á fullu við að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-19. …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

Kjarnorkuvopnaglæpir Frakka

27. janúar sl. voru liðin 10 ár frá því að Frakkar hættu að tilraunum sínum …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

MFÍK skipuleggur undirbúning fundar vegna 8. mars.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Alþjóðlegu samfélagsþingunum í Bamako og Caracas lokið

Eins og komið hefur fram hér á síðunni er Alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum …

SHA_forsida_top

Tilvitnun dagsins

Tilvitnun dagsins

„Ég hef margsagt það í ræðustól á þessu þingi: Íslensk stjórnvöld fordæma ólöglega meðferð á …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. mars og hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningur fyrir 8. mars

Undirbúningsfundur fyrir samkomu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8.mars.

SHA_forsida_top

Stöðvum hernám Íraks!

Stöðvum hernám Íraks!

Ákall um andóf gegn hernámi Íraks Nýlega sendi hópur fólks frá 16 löndum frá …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið …