BREYTA

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

haraldurolafsson eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem hingað til hafa efast um ágæti hervæðingar fari í fararbroddi þeirra sem vilja gera Íslendinga að þegnum í herveldi Evrópusambandsins. Í hinni áköfu Evrópuumræðu síðustu missera er mest rætt um peninga. Meintur ávinningur af innlimun Íslands í Evrópusambandið er sagður felast í trausti eða hliðstæðum hughrifum hjá þeim sem fara með peninga og líkist sá málflutningur helst trúboði. Lítið fer fyrir samantekt kostnaðarliða, sem þó eru ólíkt skýrari og ekki smáir. Fleira í þessu samhengi er lítt rætt og þar má nefna vígvæðingu og hernað. Evrópusambandið hefur á undanförnum árum lagt æ ríkari áherslu á mikilvægi þess að auka vígbúnað og hernaðarskuldbindingar aðildarríkjanna. Saga þess máls verður ekki rakin hér í smáatriðum, en stórt skref var stigið með samningu Lissabonsáttmálans sem lagður var fram í árslok 2007 og samþykktur hefur verið af nærri öllum aðildarríkjum sambandsins. Lissabonsáttmálann má líta á sem stjórnarskrárígildi. Hann er líklega besta heimildin um vígbúnaðar- og hernaðarstefnu sambandsins og ólíkt betri heimild en íslenskir Evróputrúboðar sem sumir hverjir hika ekki við að segja ósatt um hermál Evrópusambandsins, hvort sem það er af þekkingarleysi eða öðrum ástæðum. Lissabonsáttmálinn er líka heimild um fyrirhugaða framtíðarstöðu íbúa sambandsins. Í inngangi sáttmálans er nefnilega tekið fram að aðildarríki sambandsins séu ákveðin í að gera þjóðir sínar að þegnum í Evrópusambandinu. Í Lissabonsáttmálanum er farið mörgum orðum um sameiginlega utanríkisstefnu og hnykkt er á að hernaður (sem í enskri útgáfu er jafnan nefnt defence en hefð er fyrir að nefna hernað á íslensku) sé þar innifalinn. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna skuli vera framsækin. Stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða. Í sömu grein er fjallað skýrt um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir: „Aðildarríki skulu með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi.“ Lesendur ættu að staldra við þessa málsgrein, því í henni felst mjög ákveðin skuldbinding sem er algerlega á skjön við íslenskt samfélag. Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum „Aðildarríki skulu vígbúast af kappi“ (e. Member states shall undertake progressively to improve their military capabilities) og fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígvæðingu og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði. Víða annars staðar í Lissabonsáttmálanum er fjallað um vígbúnað og hernað. Settir eru fyrirvarar, m.a. um skörun við þátttöku í öðru hernaðarsamstarfi. Eins og ávallt þegar langur texti með ýmis konar tilvísunum á í hlut geta vaknað spurningar um túlkun, en heildarsýnin er þó deginum ljósari: Evrópusambandið stefnir að því sinna meintum hagsmunum sínum í skjóli þess að vera vel vígvætt hernaðarbandalag. Á því er hnykkt með ályktun Evrópuþingsins þann 19. febrúar 2009 þar sem farið er fram á að sambandið fái 60.000 manna her. Mjór er mikils vísir. Einhverjum kann að þykja aukin vígvæðing heimsins svo brýnt framfaramál að rétt sé að Íslendingar létti undir við það verkefni. Þeim hinum sömu má benda á að hervæddar þjóðir sem Íslendingar bera sig gjarnan við í öðrum málum leggja flestar um 2% af þjóðarframleiðslu í fallstykki, púður og það sem með fylgir. Sumar þjóðir eru örlátari þegar kemur að þessum útgjaldalið. Þar má nefna Tyrki sem knýja fast á dyr Evrópusambandsins og sjá ekki eftir rúmum 5% af andvirði þjóðarframleiðslunnar í vígbúnað. Fyrir Íslendinga mundi lægra hlutfallið sem hér er nefnt samsvara nærri þremur tugum milljarða á ári. Rétt væri að Evróputrúboðar segðu hvar þeir hyggist sækja það fé. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslenskir stjórnmálamenn sem hingað til hafa efast um ágæti hervæðingar, þar á meðal þær ágætu konur sem hófu feril sinn í framboði sem var eindregið andvígt hernaðarbandalögum, skipi sér í fararbrodd fyrir innlimun Íslands í verðandi herveldi. Eðlilegt er að gera þá kröfu að öll samtök sem mótað hafa stefnu sína gagnvart innlimun Íslands í Evrópusambandið áður en Lissabonsáttmálinn kom til skjalanna endurskoði þá stefnu. Sér í lagi hlýtur íslensk verkalýðshreyfing að hafna því að félagar hennar og afkomendur þeirra verði gerðir að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 13. júní 2009. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og hefur haft forgöngu um stofnun sprotafyrirtækja

Færslur

SHA_forsida_top

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Átti Barack Obama skilin Friðarverðlaunin? Eftirfarandi grein Hörpu Stefánsdóttur birtist í Smugunni 10. október …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í láni þetta kvöld til félagsins Vantrúar.

SHA_forsida_top

Silfurmaður í Friðarhúsi

Silfurmaður í Friðarhúsi

Bandaríski rithöfundurinn Webster Tarpley var gestur í sjónvarpsþættinum Silfri Egils sunnudaginn 26. september, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagur án ofbeldis – 2. október

Dagur án ofbeldis – 2. október

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í Söguhópi SHA.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Málsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur, félagsfundur

Rauður vettvangur, félagsfundur

Félagsfundur RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Komið er að fyrsta málsverði haustsins í Friðarhúsi. Auk þess að vera góð fjáröflun fyrir …

SHA_forsida_top

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. …

SHA_forsida_top

Ástandið á Sri Lanka

Ástandið á Sri Lanka

Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í …

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Sem kunnugt er lést Helgi Hóseasson á dögunum, en hann var þjóðkunnur baráttumaður fyrir friði …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Stríðið á Sri Lanka

Stríðið á Sri Lanka

Kristján Guðmundsson fjallar um átökin á Sri Lanka.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands

Mótmælandi Íslands

Heimildarmynd um Helga Hóseasson í boði SHA og Vantrúar.