BREYTA

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er vert að rifja upp grein Þórhildar Höllu Jónsdóttur úr Dagfara 2008 um svipað efni: Þegar líða tók að hausti þetta sólríka sumar þá fylgdi athyglisvert aukablað með óskabarni og stolti Árvakurs einn föstudagsmorguninn. Það var nánar tiltekið þann fimmtánda ágúst sem veglegt og pent sérblað um menntun hafði verið laumað inn í Morgunblaðið og þyngdi byrðar blaðberanna þann morguninn. Í þessu aukablaði var ýmislegt fróðlegt að finna um menntun. Viðtöl, greinaskrif og ágætis útlistun á hinum ýmsu námsleiðum sem standa ungu fólki, sem og þeim sem eldri eru, til boða við byrjun nýs skólaárs. En við nánari skoðun á innihaldi blaðsins kom fljótlega í ljós að eitt umfjöllunarefnið var ekki jafn pent og annað eftir allt saman. Þarna inni á milli ágætis útlistinga á fjölbreytni námsleiða hér á landi, hafði slæðst með grein um hernám í öðrum löndum. Undir fyrirsögninni „Hvað með að fara í herinn?“ var glaðleg og allt að því glettileg umfjöllun um kosti þess (ég ítreka, kosti þess, ekki galla) að leggja land undir fót, taka sér riffil í hönd og læra að stríða, skjóta og skríða í öðrum löndum. Greinin byrjar á þeirri fullyrðingu að hernám sé þriðji alvöru kosturinn sem stendur ungu fólki til boða þegar það velur sér menntun, fyrir utan bóknám og iðnnám náttúrulega. Hvernig höfundur greinarinnar náði að galdra þá fullyrðingu upp úr töfrahatti lyklaborðsins skal ekkert sagt um. En þessi vafasama fullyrðing ein og sér hefði vel nægt til að fá mann til að hætta lestrinum á stundinni ef ekki hefði verið fyrir eðlilega forvitni um það hvernig svo hættuleg hollráð Árvakurs, sem lögð væru á borð fyrir ungt fólk og foreldra þess sem góð lausn á valkrísunni, gætu mögulega farið. Er hernám skemmtilegra en viðskiptafræði? Spyr sú sem skrifar þessi orð með pistlahöfundi Morgunblaðsins, því hvorugt námið hefur hún reynt á eigin skinni. En það þarf líklegast ekki mikla tölfræði til að sýna fram á það að viðskiptafræði dregur ekki jafn marga til dauða með jafn beinum hætti og hermennskan gerir, þó að það sé sígilt (og nokkuð ofnotað) atriði í misgóðum gamanmyndum að sjá viðskiptaspáfugla fleygja sér útum gluggann þegar allt er komið í öngstræti. Það hefur líklegast verið ætlunin að áskrifendur Moggans kæmust að niðurstöðu sjálfir eftir lesturinn. En það væri blekking að neita því að tónninn í greininni dregur mjög ákveðið taum herþjónustu og ljær henni ásýnd skemmtilegs og gefandi framtíðarstarfs. Greinarhöfundur Moggans gengur út frá því að það verði nú líklegast að kalla það fríðindi að þurfa ekki að gegna herskyldu hér á Íslandi og bendir á að í mörgum löndum geri ungmenni ýmislegt til þess að losna undan þeirri kvöð. En það verður að teljast frekar snúðug afstaða að kalla það „fríðindi“ að vera ekki neydd(ur) til að dvelja í langan tíma frá heimili sínu, vinum, fjölskyldu, námi og áhugamálum til þess að láta öskra á sig í herbúðum og læra að skjóta annað fólk. Lesendur verða að fyrirgefa að mér skuli finnast hugtakið fríðindi afkáralegt og jafnvel hræsnisfullt í þessu samhengi. Herþjálfun hefur reyndar verið gerð valkvæð í mörgum löndum, en þó aðallega á Vesturlöndum. Sú leið að ákveða að fara í herinn er oft sú skásta fyrir ungt fólk í ýmsum öðrum löndum sem hefur ekki mikið milli handanna til að öðlast einhverja menntun og mannsæmandi tekjur í framtíðinni, og má þá sérstaklega benda á Bandaríkin í því samhengi. Já hvað með herinn? Þær hugleiðingar um hagnýti hernámsins sem er að finna í greininni eru stuttar og öllum lýtum herþjónustunnar er einfaldlega sleppt. Benda má á að samkvæmt greinarhöfundi Moggans er hernám gott veganesti þegar haldið er út á hinn harðskeytta og torsótta veg atvinnulífsins. Velta má því fyrir sér hvernig hugmyndir greinarhöfundur hefur almennt um atvinnulífið. Áhætta og stríðsátök bjóða víst upp á kærkominn bónus á launaseðlinum en ekkert er minnst á hve auðveldlega slíkur bónus gæti orðið of dýru verði keyptur. Örkumlun og dauði eru óhjákvæmilegir fylgifiskar stríðsátaka og hermennsku ásamt ófáum öðrum, líkt og fátækt, ofbeldi, nauðgunum, pyntingum og þunglyndi, svo fátt eitt sé nefnt. Að starfa sem hermaður snertir ekki einungis viðkomandi manneskju persónulega heldur alla í kringum hana. Fjölskyldu, vini og allt það fólk sem lendir beint eða óbeint í eldlínu stríðsátaka og þarf að takast á við afleiðingar þeirra, hvort sem það eru saklausir borgarar, hjálparstarfsfólk, fréttamenn, aðrir hermenn eða bara hver sem er. Svo er sögunni vikið að því hernámi sem íslenskum ungmennum stendur til boða að skrá sig í. Ekki er ætlunin að útlista það ýtarlega hér, þó aðeins sé snert á því, til þess er auðvitað margumrædd grein í aukablaði Morgunblaðsins. Fyrst er sagt frá herþjálfun frænda okkar í Danmörku og Noregi. Mikilvægi þess að vera í „herformi“ er tíundað ásamt þeirri söguvísun að það sé líklegast vegna afreka íslenskra víkinga við norsku hirðina á landnámstímanum að dyr norska hersins skuli standa svo galopnar fyrir íslenskum ofurhugum og ævintýraþyrstum ungmennum. En það eru víst ekki bara norrænir herir sem taka vel á móti útlendingum. Franska útlendingahersveitin, sem er goðsagnakennd samkvæmt greinarhöfundi Morgunblaðsins, hefur verið við lýði síðan árið 1831, og er víst alræmd úrvalssveit. Hún byggir starfsemi sína víst á ýmsum athyglisverðum hefðum. Má þar t.d. nefna að hver sá sem skráir sig þarf að skipta um nafn, en fyrr á tímum var það hugsað til þess að auðvelda mönnum að hefja nýtt líf. Nú í dag er hægt að taka aftur upp sitt gamla nafn eftir eitt ár. Önnur regla sem vert er að minnast á er sú að fyrstu fimm árin í þjónustu herdeildarinnar má viðkomandi ekki eiga neitt faratæki og verður ávallt að klæðast einkennisbúningnum. Launakjör á meðan herþjálfun stendur í einhverju af þessum þremur löndum eru nokkuð vel útlistuð, og sérstaklega er imprað á áðurnefndum bónus (en útí slíkt verður ekki farið hér). Lesendur eru skildir eftir í lausu lofti svo að ævintýrablær hernámsins nái að njóta sín eins mikið og mögulegt er. En hann er fljótur að dofna þegar byrjað er að týna saman allar þær hörmungar sem stríð og hermennska býður mannkyninu upp á, þó að öllum slíkum staðreyndum og vangaveltum sé sleppt í greininni. Umfjöllunin er einfaldlega hönnuð sem „one-way-street“ í tilraun til að véla ungt fólk með stjörnur í augunum út í ógöngur hermennskunnar. Ævintýraþrá eftir áhættubónus og að prófa að stökkva út úr flugvélum með fallhlíf á bakinu getur auðveldlega blindað fólk fyrir þeim afleiðingum sem herþjálfun og hermennska bera í skauti sér. Enginn ætti að þurfa að klóra sér lengi í hausnum við að rifja það upp hvaða öfl hafa hin pólitísku ítök í Árvakri, sem á Morgunblaðið. Um hægri slagsíðu Moggans verður ekki efast enda lítill metnaður lagður í slíkan óþarfa eins og að reyna að hylma yfir hana. Þeir sem standa fyrir slíkri slagsíðu kunna líka óskaplega vel við sig undir pilsfaldi NATO og snobba grimmt fyrir hinum ýmsu hermálum. Er því nokkur furða að finna svona umfjöllun í aukablaði sem runnið er undan slíkum rifjum? Er furða að í þessari umfjöllun sé herþjálfun látin líta út fyrir að vera spennandi ævintýrastarf? Og er því furða að maður skuli spyrja sjálfan sig: „Vill Árvakur fá þig í herinn?“ Þórhildur Halla Jónsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …