BREYTA

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast fyrir efnahagslegum og pólitískum hagsmunum þess. Alþýðu heimsins stafar engin stórhætta af Talíbönum, Gaddafí eða hryðjuverkamönnum. Hins vegar boða sprengjukastarar Bandaríkjanna og NATO henni mikla hættu. Stuðningur Íslands við sprengjukastarana minnkar ekki heldur eykst. 1. Íslensk stjórnvöld gera leiðtogafundum NATO hátt undir höfði, þar mæta helst bæði forsætis- og utanríkisráðherra Íslands. 2. Heræfingarnar „Norðurvíkingur“ á vegum Bandaríkjahers og „loftferðaeftirlit“ NATO eiga að tryggja yfirráð hinna vestrænu stórvelda á norðurslóðum. Íslensk stjórnvöld leggja fúslega fram land og aðstöðu. 3. Þátttaka Íslands á stríðssvæðum minnkar ekki. Helstu stríðin sem stendur eru Afganistanstríðið (sem breiðist út til Pakistans) og Líbýustríðið. Fyrsta júlí hélt Bisogniero varaframkvæmdastjóri NATO fyrirlestur í Öskju og þakkaði framlag Íslands í því stríði: „Áður hjálpuðuð þið við flugumferðarstjórn á flugvellinum í Kabúl, sem var mjög mikilvægt. Og núna veitið þið framúrskarandi stuðning við skrifstofu borgaralegra fulltrúa“, sagði hann. Stuðningur Íslands við árásina á Líbýu hefur einnig verið skilyrðislaus frá byrjun. Íslenskt auðvald hefur verið í þessu liði frá 1949. Vinstri stjórnir koma og fara en framlag Íslands til heimsfriðarins breytist núll komma ekkert við það. Í orði eru ráðherrar VG miklir friðarsinnar en á borði er stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðinn stöðugur og fumlaus. Þórarinn Hjartarson formaður Norðurlandsdeildar SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …