BREYTA

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

undirritun bókunar 9.4.96 Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða hafi fengist. Sendimenn utanríkisráðuneytisins hafa sem fyrr grátbeðið Bandaríkjamenn um að halda fjórum orrustuflugvélum hér en hafa í staðinn boðið að Íslendingar taki yfir verkefni þyrlusveitarinnar og samkvæmt fréttum hefur verið tekið vel í það. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa alltaf krafist þess að Íslendingar segi upp herstöðvasamningnum, að Bandaríkjamenn hverfi burt af landinu með allt sitt hafurtask, hreinsi til eftir sig og að Íslendingar segi sig úr NATO. Samtökin hafa bent á að það sé alls ekki ætlun Bandaríkjamanna að leggja niður herstöðina. Valur Ingimundarson sagnfræðingur vék að þessu í fróðlegu viðtali í Ríkisútvarpinu 3. febrúar. Hann sagði m.a. að Bandaríkjamenn hefðu engan hug á að segja upp herstöðvasamningnum heldur vildu þeir halda aðstöðunni hér með lágmarksmannafla sem væri þá bara örfáir menn. Þeir gætu þá nýtt þessa aðstöðu aftur ef aðstæður breyttust án þess að þurfa að gera nýjan samning. Eins og Valur benti líka á þessu viðtali eru Bandaríkjamenn að færa mannafla sinn og hernaðartæki til mikilvægari átakasvæða, svo sem Mið-Asíu og Miðausturlanda. Og tilboð Íslendinga um að taka yfir verkefni þyrlusveitarinnar hentar þeim vel því að þyrlur eru einmitt mjög mikilvæg tæki t.d. í Afganistan og synd fyrir þá að hafa þær bundnar hér við að bjarga sjómönnum eða flytja slasaða Íslendinga. Nú þætti einhverjum kannski rökrétt að við sem friðarsinnar krefðumst þess að Bandaríkjamenn haldi áfram fullum styrk hér með þyrlum og orrustuflugvélum og koma þannig í veg fyrir að þær verði notaðar til óþurftarverka í öðrum heimsálfum. Við ættum kannski að skipuleggja Keflavíkurgöngu í því skyni! En einmitt með tilliti til þessa alþjóðlega samhengis, þessa alþjóðlega herstöðvanets Bandaríkjanna, er mikilvægast að við tökum þátt í sívaxandi alþjóðlegri baráttu gegn herstöðvum Bandaríkjanna um allan heim. Hér heima fyrir felst sú barátta í því að herstöðin verði lögð niður fyrir fullt og allt, herstöðvasamningnum verði sagt upp og síðast en ekki síst að Ísland segi sig úr NATO. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …