BREYTA

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

undirritun bókunar 9.4.96 Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða hafi fengist. Sendimenn utanríkisráðuneytisins hafa sem fyrr grátbeðið Bandaríkjamenn um að halda fjórum orrustuflugvélum hér en hafa í staðinn boðið að Íslendingar taki yfir verkefni þyrlusveitarinnar og samkvæmt fréttum hefur verið tekið vel í það. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa alltaf krafist þess að Íslendingar segi upp herstöðvasamningnum, að Bandaríkjamenn hverfi burt af landinu með allt sitt hafurtask, hreinsi til eftir sig og að Íslendingar segi sig úr NATO. Samtökin hafa bent á að það sé alls ekki ætlun Bandaríkjamanna að leggja niður herstöðina. Valur Ingimundarson sagnfræðingur vék að þessu í fróðlegu viðtali í Ríkisútvarpinu 3. febrúar. Hann sagði m.a. að Bandaríkjamenn hefðu engan hug á að segja upp herstöðvasamningnum heldur vildu þeir halda aðstöðunni hér með lágmarksmannafla sem væri þá bara örfáir menn. Þeir gætu þá nýtt þessa aðstöðu aftur ef aðstæður breyttust án þess að þurfa að gera nýjan samning. Eins og Valur benti líka á þessu viðtali eru Bandaríkjamenn að færa mannafla sinn og hernaðartæki til mikilvægari átakasvæða, svo sem Mið-Asíu og Miðausturlanda. Og tilboð Íslendinga um að taka yfir verkefni þyrlusveitarinnar hentar þeim vel því að þyrlur eru einmitt mjög mikilvæg tæki t.d. í Afganistan og synd fyrir þá að hafa þær bundnar hér við að bjarga sjómönnum eða flytja slasaða Íslendinga. Nú þætti einhverjum kannski rökrétt að við sem friðarsinnar krefðumst þess að Bandaríkjamenn haldi áfram fullum styrk hér með þyrlum og orrustuflugvélum og koma þannig í veg fyrir að þær verði notaðar til óþurftarverka í öðrum heimsálfum. Við ættum kannski að skipuleggja Keflavíkurgöngu í því skyni! En einmitt með tilliti til þessa alþjóðlega samhengis, þessa alþjóðlega herstöðvanets Bandaríkjanna, er mikilvægast að við tökum þátt í sívaxandi alþjóðlegri baráttu gegn herstöðvum Bandaríkjanna um allan heim. Hér heima fyrir felst sú barátta í því að herstöðin verði lögð niður fyrir fullt og allt, herstöðvasamningnum verði sagt upp og síðast en ekki síst að Ísland segi sig úr NATO. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …